Skýrslur

Mælingar á eiginleikum folaldakjöts

Útgefið:

03/07/2019

Höfundar:

Eva Margrét Jónudóttir, Guðjón Þorkelsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Mælingar á eiginleikum folaldakjöts

Sala hestakjöts innanlands er aðeins um helmingur framleiðslu og á meðan kjötneysla fer vaxandi með auknum hagvexti á það ekki við hestakjöt. Hross eru alla jafna ekki ræktuð sérstaklega til kjötframleiðslu heldur er kjötið hliðarafurð reiðmennskuræktar og lyfjaframleiðslu úr merarblóði. Vinsældir reiðmennsku og framleiðsla lyfja munu ólíklega koma til með að dragast saman næstu árin og því er full ástæða til þess að gera hestakjöti hátt undir höfði og koma þannig í veg fyrir frekari afsetningarvandamál í framtíðinni. Hestakjöt hefur verið í markaðsherferð erlendis undanfarin misseri, þá sérstaklega í Asíu en upplýsingar skortir um eiginleika þess. Meginmarkmið verkefnisins var að safna saman og koma á framfæri upplýsingum sem styðja við og greiða leið markaðstarfs og sölu á hestakjöti. Afurðir af þremur folöldum sem slátrað var 03.12.18 voru rannsakaðar. Hitasírita var komið fyrir í kæli og innst í þykkustu vöðvum skrokkanna. Sýrustigssírita var stungið í hryggvöðva þeirra eftir slátrun. Allir skrokkar voru úrbeinaðir í sláturhúsinu á Hellu og vigtaðir eftir skiptingu í vöðva, vinnsluefni, bein og fitu. Hverjum vöðva var skipt upp í 4 hluta. Sá fyrsti fór í litmælingu, annar í efnamælingu, þriðji í skynmat og sá fjórði í skurðkraftsmælingu og mælingu á suðurýrnun. Þar að auki voru send sýni til greininga á gerlafjölda sem og Listeríu bakteríum. Það tók um 17 klst fyrir sýrustig að falla í hryggvöðvum eftir slátrun og það tók um sólahring á kæli eftir slátrun fyrir skrokk að ná fullkomnum umhverfishita við 5°C. Mælingar á elduðum vöðvum staðfesta að folaldakjöt er meyrt kjöt. Röð eftir vaxandi skurðkrafti (seigju) er: Lundir < kúlottusteik < bógvöðvi < mjaðmasteik < læristunga < hryggvöðvi < klumpur < ytrilæri < brisket < innanlærisvöðvi. Suðurýrnun við eldun var um 25%. Listería moinocytogenes mældist aldrei og öll sýni voru undir viðmiðum um örverufjölda. Þráabragð var almennt lítið eða ekki mælanlegt en eykst hlutfallslega meira með hækkandi inannvöðvafitu þegar líður á geymslutíma. Samkvæmt litmælingum er folaldakjöt svipað ljóst en aðeins rauðara og gulara en lambakjöt og blæbrigðamunur var milli vöðva. Eftir 14 daga í geymslu varð kjötið örlítið rauðara/gulara. Vöðvar sem nýtast sem heilir vöðvar af skrokk eru ekki nema 34,7% af heildarfallþunga. Vinnsluefni er 28,9% sem segir okkur að hlutfall þess sem er að jafnaði verið að nýta af fallþunganum er 63,6%. Hestakjöt hafi allt til brunns að bera til að vera selt sem hágæða kjötvara og ekkert ætti því að vera til fyrirstöðu að nýta betur þessa dýrmætu auðlind.

The main objective was to gather and disseminate information that will support marketing of equine meat. Meat and offals from three foals were analysed. Temperature was monitored in chiller and carcasses after slaughter and pH loggers were placed in the loin muscle (m. longissimus dorsi). Yield was measured by cutting the carcasses into muscles, triminngs, fat and bone the day after slaughter. Each muscle was cut into 4 parts.The first was used for measuring CIELAB L, a, b* colour. The second was analysed for nutritional value. The third was cooked and analysed for sensory properties and the fourth cooked and analysed for Warner Bratzler shear force and cooking loss. In addition, samples were submitted for analysis of bacterial numbers as well as Listeria bacteria. It took about 17 hours for the pH to drop in the loin muscles after slaughter and it took about 24 hours for the carcasses to reach chiller temperature of 5 ° C. Shear force analysis confirmed the tenderness of foal meat. Cooking loss was about 25%. Listeria monocytogenes was not detected, and all samples were within acceptable limits for microbial counts. Generally, rancid flavour was little or not detected but increased proportionally with increasing intramuscular fat and storage time. Foal meat is similar as or lighter but more reddish and yellow than lamb met and there are slight differences between muscles. After 14 days of storage, the meat became slightly redder / yellower. Whole muscles were only 34.7% of carcass weight. Meat trimmings were 28.9%. The total yield was therefore 63,5%. Foal meat is a high-quality meat product and there are opportunities to market as such, and also to develop new products from the trimmings.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nordic Centre of Excellence Network in Fishmeal and Fish oil

Útgefið:

11/06/2019

Höfundar:

Marvin Ingi Einarsson, Alfred Jokumsen, Anne Mette Bæk, Charlotte Jacobsen, Søren Anker Pedersen, Tor Andreas Samuelsen, Jóhannes Pálsson, Odd Eliasen, Ola Flesland

Styrkt af:

AG-fund, EUfishmeal

Nordic Centre of Excellence Network in Fishmeal and Fish oil

The main objective of this work was to summarise current knowledge on fishmeal and fish oil as well as identify the research needs and create a roadmap for future industry-driven research. The main conclusion was that the quality of raw material, fishmeal and – oil are not yet well defined. The real focus by the industry has mainly been limited to nutrients, such as proteins and fats and other components that makeup fishmeal. There has been less focus on the health benefits of dietary contents of fishmeal and –oil and the relationship between processing methods and the nutritional and technical properties of fishmeal. In addition, to proactively strengthen the market position and competitiveness, it is crucial for the industry to achieve a common understanding of the needs of their customers in line with a clear profile of the benefits of their products. A communication strategy as well as a research strategy is needed.

Finally, the identity of the industry needs to be clear and transparent to promote a story about the industry to provide a clear and positive image of the industry to be communicated to the society. This means, that a communication strategy as well as a research strategy must be established, as there is a lack of communication along the value chain from the industry to the consumers. There is still a lack of understanding by the consumers of why fishmeal is produced, the reasons must be communicated in such a way that it reaches the average consumer.

The industry members are interested in moving forward to sustain the future growth of the industry. Fishmeal and fish oil production has been prosperous for a very long time, but to remain so, cooperation among all stakeholders is crucial for continued progress.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Actions for sustainable bioeconomy in the West Nordic region

Útgefið:

01/06/2019

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Bryndís Björnsdóttir

Styrkt af:

Nordic Atlantic Cooperation (NORA)

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Actions for sustainable bioeconomy in the West Nordic region

The purpose of the West Nordic Bioeconomy Panel is to identify common key issues of importance for the West Nordic region, identify opportunities, advice industry, governments and the public, as well as promote common key issues and policies. The West Nordic Region includes the Faroe Islands, Greenland and Iceland. The goal is to suggest a sound strategy for the West Nordic region in order to maintain and strengthen its bioeconomy, as well as to communicate that strategy. The West Nordic Bioeconomy Panel was identified as an action in the final report “Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countries” (Smáradóttir et al, 2015). The work of the West Nordic Bioeconomy panel is being funded by the Nordic Atlantic Cooperation (NORA). Further information can be found at www.wnbioeconomy.com. This document outlines the following identified five strategic priorities and proposed related key actions by the West Nordic Bioeconomy panel and stakeholder platforms, with the aim of enhancing innovation and long term sustainable value creation within the regions bioeconomy.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Próteinríkt mjöl úr kjúklingafjöðrum í fiskeldisfóður

Útgefið:

31/05/2019

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Jón Árnason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Próteinríkt mjöl úr kjúklingafjöðrum í fiskeldisfóður

Til að nýta kjúklingafjaðrir í fjaðurmjöl eru próteinin rofin til að auka meltanleika mjölsins með hliðsjón af þörfum eldisdýra. Í þessu verkefni var unnið að þróun fjaðurmjöls með vatnsrofi. Efnainnihald fjaðurmjölsins var skoðað auk amínósýrusamsetningar og mjöl úr íslenskum kjúklingafjöðrum skoðað í samanburði við aðrar tilraunir þar sem fjaðurmjöl hefur verið greint. Fjaðurmjöl hefur 80% próteininnihald og er meltanleiki þess sambærilegur og því sem þekkist í fiskmjöli. Fjaðurmjöl hefur lengi verið notað í fóður í Norður og Suður Ameríku og hefur nú á seinustu árum verið að riðja sér til rúms sem ódýr próteingjafi fyrir eldisdýr í Evrópu.

In order to utilize chicken feathers as feather meal nutritious for animal cultivation, proteins are degraded to make the feather meal digestible for farming animals. In this project feather meal from chicken feathers was hydrolysed to increase the digestibility. The chemical content of the feather meal was examined as well as amino acids composition. The Icelandic feather meal was also compared to results of researches conducted elsewhere on feather meal. Feather meal has an 80% protein content and its digestibility is comparable to fish meal. Feather meal has been used for a long time in feed in North and South America and has in recent years been pushing itself as a cheap protein source for farming animals in Europe.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti

Útgefið:

01/04/2019

Höfundar:

Eva Margrét Jónudóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti

Markmið þessarar rannsóknar var að leggja fram tillögur til að bæta stöðu hrossakjöts á innanlandsmarkaði. Með megindlegri rannsóknaraðferð voru greind viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda (n = 853) á hrossakjöti. Niðurstöður voru meðal annars þær að hrossa- og folaldakjöt er ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum alls staðar á landinu. Flestir sem versla hrossa- og/eða folaldakjöt kaupa það úr kæli eða um 50% þátttakenda en næst algengast er að fólk nálgist kjötið hjá vini, ættingja, slátri sjálft, kaupi beint frá býli eða fleira í þeim dúr. Oftar en ekki gerði fólk lítinn greinamun á viðhorfi til hrossakjöts annars vegar og folaldakjöts hins vegar. Hvað varðar kaupvilja á vörum þá sögðust flestir ólíklegastir til þess að kaupa grafið eða reykt hrossakjöt en líklegastir til þess að kaupa steikur, gúllas og snitsel. Að mati þátttakenda í rannsókninni hafa venjur og uppeldi hvað mest áhrif á neyslu hrossa- og folaldakjöts en þekking á vöru kom þar á eftir. Það eru mörg sóknarfæri í sölu hrossakjöts. Flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt. 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt en þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga, annað hvort þá vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt vegna tilfinninga. Hjátrú og fordómar gagnvart neyslu hrossakjöts virðast vera liðin tíð en þó mætti auka þekkingu almennings á gæðum og meðferð hrossakjöts. Flestir töldu hrossa- og folaldakjötið vera hreina og umhverfisvæna fæðu, lausa við sýklalyf og aðskotaefni. Það er ekki hægt að segja annað en að tækifærin séu til staðar fyrir markaðsetningu hrossakjöts og hægt að gera ráð fyrir því að með mörg tromp á hendi megi vinna stóran slag ef haldið er rétt á spilunum.

The aim of this study was to improve the status of horse meat on the Icelandic market. A quantitative research method was used to study the attitudes and buying behavior of Icelandic consumers on horse meat (n = 853). The results showed that horse and foal meat is not prominent and visible in stores in Iceland. Most people who buy horse and / or foal meat buy it from stores, refrigerated, or about 50% of the participants, but most often people get the meat from friends, relatives, slaughter themselves or buy directly from farms. Attitudes towards horse meat and foal meat were generally similar. In terms of buying a product, most people were the least likely to buy a buried or smoked horse meat, but most likely to buy steaks, guillemots and chips. The respondents believed that habits and upbringing had the most effect on horse and foal meat consumption, but knowledge of the product was in the third place. There are many opportunities in the sale of horse meat provided for quality products. Most of the participants were positive towards horse meat and welcomed the discussion on horse meat. 96% of the participants in the survey had tasted horse and / or foal meat. Those who had not tasted the meat, had no interest, either because they did not eat meat or because they felt like eating their dog and felt it was wrong because of emotions. Pastoralism and prejudice towards horse meat appear to belong to the past, but there is room for improvement of consumer knowledge of quality and treatment of horse meat. Most people considered the horse and foal meat to be clean and environmentally friendly food, free of antibiotics and contaminants. The marketing possibilities for horse meat are good.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2018

Útgefið:

26/02/2019

Höfundar:

Sophie Jensen, Natasa Desnica, Branka Borojevic, Svanhildur Hauksdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2018

This report summarises the results obtained in 2018 for the screening of various undesirable substances in the edible part of Icelandic marine catches.

The main aim of this project is to gather data and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances and to utilise the data to estimate the exposure of consumers to these substances from Icelandic seafood and risks related to public health. The surveillance program began in 2003 and was carried out for ten consecutive years before it was interrupted. The project was revived in March 2017 to fill in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. Due to financial limitations the surveillance now only covers screening for undesirable substances in the edible portion of marine catches for human consumption and not feed or feed components. The limited financial resources have also required the analysis of PAHs, PBDEs and PFCs to be excluded from the surveillance, providing somewhat more limited information than in 2013. However, it is considered a long-term project where extension and revision is constantly necessary.

In general, the results obtained in 2018 were in agreement with previous results on undesirable substances in the edible part of marine catches obtained in the monitoring years 2003 to 2012 and 2017.

In this report from the surveillance programme, the maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and non-dioxin-like PCBs in foodstuffs (Regulation No 1259/2011) were used to evaluate how Icelandic seafood products measure up to limits currently in effect.

The results show that in regard to the maximum levels set in the regulation, the edible parts of Icelandic seafood products contain negligible amounts of dioxins, dioxin like and non-dioxin-like PCBs. In fact, all samples of seafood analysed in 2018 were below EC maximum levels.

Furthermore, the concentration of ICES6-PCBs was found to be low in the edible part of the marine catches, compared to the maximum limits set by the EU (Commission Regulation 1259/2011).

The results showed that the concentrations of heavy metals, e.g. cadmium (Cd), lead (Pb) and mercury (Hg) in the edible part of marine catches were always well below the maximum limits set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lyfjaleifar í íslensku umhverfi

Útgefið:

31/01/2019

Höfundar:

Sophie Jensen, Helga Gunnlaugsdóttir, Hrönn Ólína Jörundsdóttir

Styrkt af:

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Lyfjaleifar í íslensku umhverfi

Markmið úttektarinnar var að meta fræðilega losun lyfja út í umhverfið (viðtaka) á Íslandi, með áherslu á strandsjó, ár og vötn. Fyrir lyf sem eru notuð fyrir menn var lagt mat á hver styrkur þessara lyfja gæti verið við fráveitu á höfuðborgarsvæðinu og tveimur völdum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir lyf sem eru notuð í landbúnaði og fiskeldi var lagt fræðilegt mat á losun lyfja frá framleiðslueiningum þar sem losunin gæti verið hvað mest. Lagt var mat á mögulegan styrk lyfjanna í viðtaka og þessi gildi borin saman við væntanlega áhættu, þar sem umhverfismörk liggja fyrir. Lyfin sem voru skoðuð og metin voru ákveðin út frá íslenskum sölutölum og áherslulista vatnatilskipunar Evrópusambandsins ásamt niðurstöðum fyrri rannsókna. Eftirtalin lyf fyrir menn voru skoðuð: estradiol, ethinylestradiol, amoxicillin, azithromycin, fluconazole, paracetamol, ibuprofen, diclofenac, metoprolol, fluoxetin, sertralin ásamt dýralyfjunum emamectin benzoat (laxalúsalyf) og prokain benzylpenicillin (sýklalyf). Fræðilegt mat bendir til að nauðsynlegt sé að rannsaka styrk ibuprofens, amoxicillins, fluoxetins, paracetamols, diclofenacs, azithromycins og sertralins nánar í viðtökum skólphreinsistöðva. Niðurstöður fyrir dýralyfin benda ekki til að hætta stafi af prokain benzylpenicillin sem notað er í svínaeldi né heldur emamectin benzoat sem notað er í fiskeldi.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Næringargildi geitaafurða – Kjöt og mjólk

Útgefið:

11/01/2019

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Svanhildur Hauksdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Næringargildi geitaafurða – Kjöt og mjólk

This report on the nutrient content of goat meat and goat milk is a part of the project “Added value and special status of goat products”. The project is supported by the Agricultural Productivity Fund and carried out at Matis in cooperation with the Association of Goat Farmers in Iceland. Goat carcasses were cut into legs, loin, forequarters and flanks. Proportions of meat, bones and waste were determined. On the average meat was 66% of the carcasses, bones 31% and waste 3%. The meat was analysed for proximates. The protein content was high (21% protein for meat from the whole carcass). Fat content was generally low (4-24%). Goat milk was sampled from spring until autumn 2018. Each milk sample was collected from composite milk from 3-57 animals. Fat content was on the average 3,9%, protein 3,7% and lactose 3,9%. The contents of polyunsaturated fatty acids and omega-3 fatty acids were higher than in Icelandic cow milk. The results should be valuable for promotion of goat products, work on nutrient declarations and product development.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, vinnsla og útflutningur á lifandi beitukóngi

Útgefið:

06/12/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS-Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (V 11005-11)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Veiðar, vinnsla og útflutningur á lifandi beitukóngi

Í þessari skýrslu er stiklað á stóru á framkvæmd og helstu niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem fram fór á árunum 2012-2013. Ástæða þess að dregist hefur að gefa út lokaskýrslu verkefnisins er sú að árið 2013 varð eigandi verkefnisins, Sægarpur ehf. gjaldþrota. Verkefnið var því ekki fullklárað og hefur legið að mestu í dvala síðan 2013. En þar sem stærstum hluta verkefnisins hafði verið lokið áður en Sægarpur fór í þrot, þykir höfundum rétt og skylt að greina hér opinverlega frá hvað fram fór í verkefninu og hverjar helstu niðurstöður þess voru. Markmið verkefnisins var að þróa veiðar, vinnslu, geymslu og flutning á lifandi beitukóngi, auk þess að kanna markaði fyrir slíkar afurðir. Framkvæmdar voru tilraunir með mismunandi aflameðferð um borð í veiðiskipi og geymslu eða flutning, sem gaf vísbendingar um að með réttri meðhöndlun og frágangi væri hægt að halda beitukóngi á lífi í u.þ.b. viku. stefnt hafði verið að því að tryggja a.m.k. 10 daga lifun til að það teldist raunhæft að ætla sér að flytja út lifandi beitukóng. Niðurstöður tilraunanna sýndu hins vegar að þegar meira en vika var liðin frá veiði dró hratt úr lifun og kjötið var orðið óhæft til neyslu á tíunda degi. Mögulega væri hægt að þróa þessa ferla betur til að tryggja betri lifun, en miðað við þessar niðurstöður er geymsluþolið ekki nægjanlega langt til að þetta geti talist álitlegur kostur að sinni. Einnig voru gerðar tilraunir til að halda beitukóngi lifandi í hringrásarkerfi í fiskikeri. Markmiðið með þeim tilraunum var að kanna hvort hægt væri að geyma lifandi beitukóng á „lager“ fyrir vinnslu í landi. Útbúið var hringrásarkerfi með síubúnaði sem dugði til að hald lífi í beitukóngi í viku. Höfundar telja að mögulega væri hægt að lengja tímann með öflugri síubúnaði. Þessar niðurstöður verða að teljast jákvæðar og til þess fallnar að þær gætu verið teknar upp hjá fyrirtækjum sem standa að vinnslu á beitukóngi. Markaðir fyrir lifandi beitukóng voru einnig skoðaðir, en segja má að sú könnun hafi endanlega fært heim sanninn um að útflutningur á lifandi beitukóngi væri ekki raunhæfur kostur. Það sé einfaldlega betri kostur að vinna beitukónginn hér heima. Breytist markaðsaðstæður hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að hægt sé að bæta ferla svo að slíkur útflutningur verði mögulegur.

This report contains an overview of the progress and main results in a research project that ran in 2012-2013. The reason for the delay in publication of this final report is that the project owner was declared bankrupt in 2013 and the project has been dormant since then. The authors of the report did however feel obligated to make public the progress and main results that were achieved before the owner went out of business. The aim of the project was to develop best practice for catching, handling, packaging, storage and transport of live whelk; as well as studying the markets for live whelk. Experiments were made with different onboard handling, storage and transport of live whelk. These experiments indicated that it should be possible to keep the whelk alive for one week after capture, with correct handling. The goal had however been to ensure that the whelk could be kept alive for at least ten days. Experiments were also made where it was attempted to keep whelk alive in a regular plastic fish-tub equipped with a circulation system. The objective with this was to examine if whelk could be stored, in a relatively simple and inexpensive manner, in-stock for land-based processing. The results indicate that such a system could be used to keep a living inventory of whelk for the processing. The authors of this report are confident that the timeframe could be extended by fitting the system with more efficient filtration equipment. The markets for live whelk were briefly analysed and the results of that analyses indicate that export of live whelk from Iceland is not economically feasible or practical. There is simply too little premium paid for live whelk at the moment.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukin gæði og stöðugleiki frosinna síldarafurða / Increased quality and stability of frozen herring products

Útgefið:

01/11/2018

Höfundar:

Magnea Karlsdóttir, Huong Thi Thu Dang, María Guðjónsdóttir, Sigurjón Arason, Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 069-14)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Aukin gæði og stöðugleiki frosinna síldarafurða / Increased quality and stability of frozen herring products

Frysting og frostgeymsla er skilvirk aðferð til að viðhalda gæðum og lengja geymsluþol sjávarafurða. Framleiðsla á frosnum afurðum jafnar framboð afurða þar sem veiðar eru árstíðabundnar. Það eru margir þættir sem geta haft áhrif á gæði og stöðugleika frosinna afurða. Þar má meðal annars nefna ástand hráefnis, vinnsluaðferðir og skilyrði við geymslu og flutning svo fátt eitt sé nefnt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þær breytingar sem eiga sér stað á efna- og eðliseiginleikum frosinna síldarflaka m.t.t. ástands hráefnis við vinnslu og aðstæður í frostgeymslu. Atlantshafssíld var unnin fyrir og eftir dauðastirðnun, og flökin geymd annars vegar við stöðugar geymsluaðstæður (-25 °C) og hins vegar við óstöðugar aðstæður (við -25 °C í 2 mánuði, svo -12 °C í mánuð og svo aftur við -25 °C út geymslutímann). Til að rannsaka stöðugleika og eðliseiginleika afurðanna var m.a. mælt vatnstap (drip), suðunýting og litur, auk þess sem mæld voru bæði í ljósum og dökkum fiskvöðva vatnsheldni, pH, efnasamsetning, fitusýrusamsetning, ensímvirkni og þránun. Rannsóknin sýndi að það er mikilvægt fyrir sjávarútveginn að tryggja samræmda og rétta hitastýringu þegar afurðir eru geymdar í frosti. Vinnsla og frysting fyrir dauðastirðnun, samhliða stöðugum geymsluaðstæðum, hefur jákvæð áhrif á gæði og stöðugleika síldarfalka. Auk þessa, þá staðfesti rannsóknin að fituríki vöðvi síldarinnar, oft nefndur dökki vöðvinn, er mjög viðkvæmur fyrir þránun. Til þess að lengja geymsluþol frosinna síldarflaka er mælt með því að þessi vöðvi sé fjarlægður samhliða roðflettingu (e. deep skinning).

Freezing and frozen storage has proven to be an effective method to preserve and prolong the storage life of seafood products. Production of frozen products provides all year around product availability although the catching is seasonal. There are several factors that can affect the quality and stability of frozen fish products, including the state of the raw material, processing methods and storage conditions. The aim of the study was to explore how physicochemical properties of frozen herring fillets are affected in regard to the state of the raw material during processing as well as storage conditions. Atlantic herring was processed and frozen pre- and post-rigor and stored at stable (-25 °C) and abused storage conditions. To investigate the storage stability and physical properties of the fillets, thawing drip, cooking yield and colour were evaluated, as well as proximate composition, fatty acid composition, pH and lipid degradation of the light and the dark muscle. The study demonstrated the importance of stable and controlled temperature during storage and transportation of frozen herring products. Processing and freezing pre-rigor, in combination with stable storage conditions, was shown to be beneficial in terms of preventing lipid oxidation, as well as reducing thawing loss and maintaining the cooking yield of the herring fillets.

Skoða skýrslu
IS