Skýrslur

Markets for Sea Urchins: A Review of Global Supply and Markets / Ígulkerjamarkaðir: Yfirlit yfir heimsframboð og markaði

Útgefið:

31/10/2017

Höfundar:

Guðmundur Stefánsson (Matís) Holly Kristinsson (Matís), Nikoline Ziemer (Royal Greenland), Colin Hannon (GMIT) and Philip James (NOFIMA)

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme 2014-2020

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Sviðsstjóri þjónustu

gudmundur.stefansson@matis.is

Markets for Sea Urchins: A Review of Global Supply and Markets / Ígulkerjamarkaðir: Yfirlit yfir heimsframboð og markaði

Framboð af ígulkerum á heimsvísu hefur minnkað síðastliðin ár vegna minnkandi veiði, eða frá um 120 þúsund tonnum árið 1995 til núverandi meðalársafla sem er um 75 þúsund tonn. Afli hjá helstu veiðiþjóðum s.s. Japan, Chile, Bandaríkjunum og að hluta Kanada hefur minnkað. Rússland og Perú eru að veiða meira en þau gerðu árið 1995 en engin nýr stór aðili hefur komið inn á markaðinn. Markaðurinn fyrir ígulker er mjög hefðbundinn þar sem Japan neytir um 80-90% af heildarheimsaflanum. Hjá sumum löndum sem veiða ígulker einkum í Chile, Nýja Sjálandi og á Filipseyjum er hefð innanlands fyrir neyslu. Í Evrópu, er notkun ígulkera einnig hefðbundin einkum í Miðjarðarhafslöndunum Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Vegna vaxandi fólksflutninga m.a. innan Evrópu, eru víða hópar fólks sem þekkja ígulker og því geta í ýmsum löndum verið litlir staðbundir markaðir en þess utan þykja ígulker bæði óvenjuleg og spennandi. Líklega er þörf á Japansmarkaði fyrir góð ígulker á réttu verði, sérstaklega í ljósi þess að það er minna framboð inn á markaðinn. Það geta því verið möguleikar fyrir innkomu nýrra aðila á markaðinn t.d. frá NPA svæðinu (Northern Periphery and Arctic areas) að því gefnu að þeir finni hagkvæma flutningsleið til Japans og nái að tryggja stöðugt framboð ígulkera af réttum gæðum. Þó verður að hafa það í huga að skilaverð mun ekki verða eins hátt og á Evrópumarkaði (Frakklandi), þar sem flutningskostnaður til Japan er hár, lægri verð fást fyrir innfluttar vörur í samanburði við innlendar og gera þarf ráð fyrir vinnslukostnaði ígulkera fyrir sölu. Fyrir lönd eins og Ísland, Grænland, Írland og Noreg þá er augljósasti kosturinn að horfa til Frakklandsmarkaðar. Veiðar Frakka eru litlar nú miðað við landanir á tímabilinu 1970-1980 og framboð á ígulkerum frá öðrum löndum t.d. Spáni er lítið. Ísland hefur á undanförnum árum flutt út með góðum árangri ígulker á Frakkland og er nú stærsti birginn á markaðnum. Markaðurinn í Frakklandi er hins vegar lítil eða áætlaður um 350-450 tonn af ígulkerum á ársgrundvelli. Það getur verið þörf fyrir meira magn af ígulkerum á markaðinn á réttu verði þar sem markaðurinn var stærri á árum áður eða um 1.000 tonn. Ítalía getur einnig verið valkostur en fara þarf varlega þar sem stór hluti af ígulkerum á markaðnum á Ítalíu er frá ólöglegum eða óheimiluðum veiðum. Það geta einnig verið möguleikar á sölu ígulkera inn á staðbundna hágæða veitingahúsa markaðinn í Evrópu t.d. í Skandinavíu, Þýskalandi og Englandi. Þótt markaðurinn borgi vel þá er hann á sama skapi erfiður þegar kemur að stöðugri eftirspurn meðan ígulkerin eru af réttum gæðum á vertíð.

Worldwide the supply of sea urchins has diminished in the last few years, from the peak landings of about 120 thousand tonnes in 1995 to the current levels of about 75 thousand tonnes. The traditional harvesters such as Japan, Chile, US and to a lesser level, Canada, have all experienced reduced catches. Russia and Peru are supplying larger quantities to the global market than they did in 1995, but no new major entrants have emerged in the last few years. The market for sea urchins is very traditional with Japan consuming about 80- 90% of the total current global supply. There is a domestic market in many sea urchins harvesting countries, especially in Chile, New Zealand and the Philippines. In Europe, the market is also traditional and is mainly in the Mediterranean countries, Italy, France and Spain. Sea urchins seem to be novel and trendy and due to growing ethnic populations, small niche markets may exist in various countries, including those in Europe. There is likely an unmet demand on the Japanese market for good quality sea urchin products at the appropriate price, particularly with less current supply to the market. This may indicate options for a new entrant e.g. from the Northern Periphery and Arctic areas, if a logistic route from harvest to market can be economically established and high consistent quality product supplied. However, the value of this product will never be as high as in the European (French) market. This is due to the logistics of getting the product to Japan, the lower value placed on any imported product in this market and the need to add processing costs to product prior to selling in the market. For the NPA countries Iceland, Greenland, Ireland and Norway, supplying to markets such as France is the obvious choice; the production in France is low compared to the relatively high landings in the 1970s and 1980s and supply from other countries e.g. Spain appears small. Iceland has in the past years successfully exported green sea urchins to the French market and is currently the main supplier to the market. The overall French market appears however to be small, or estimated as 350-450 tonnes of whole sea urchins based on harvest and import figures. There may be an unmet demand on the market, assuming an appropriate selling price, as there are indications that the supply to the market has been about 1,000 tonnes in the recent past. There may be options to supply to Italy as well but care must be taken in export as a large part of the current supply in Italy may be from unlegal or unlicencesed fisheries. There may also be options to supply the apparent emerging high end restaurant niche market in various European countries such as in Scandinavia, Germany and England. Although this market may be lucrative, it is at the same time quite unpredictable when it comes to regular supply during harvest.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Mælingar og nýting á slógi

Útgefið:

27/09/2017

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Muhammad Rizal Fahlivi

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Mælingar og nýting á slógi

Í verkefninu var þorskur sem veiddur var við suðurströnd Íslands slægður í landi. Fiskurinn var mældur og vigtaður fyrir og eftir slægingu til að hægt væri að reikna út slóghlutfall hans yfir árið. Einnig var hvert líffæri vigtað til að sjá magn og hlutfall hvers líffæris í slógi þorsks. Eftir þessar mælingar eru til gögn frá óháðum aðila sem sýna slóghlutfall þorsks yfir tvær vertíðar. Með það að markmiði að auka verðmæti landaðs afla var horft til nýtingar á slógi og gerðar voru tilraunir þar sem áburður var búinn til úr slóginu á þrennskonar hátt og þær tegundir áburðar prófaðar og bornar saman. Auk þess var slík meðhöndlun borin saman við plöntur sem einungis voru vökvaðar með vatni og plöntur sem vökvaðar voru með tilbúnum plöntuáburði sem er á markaði í dag.

In this project cod was caught at south coast of Iceland and gutted at shore. The fish was measured and weighed before and after gutting to calculate it‘s rate of guts for the whole year. Also every organ was weighed to see the guts combination. With the aim to increase the value of landed material experiments were made where fertilizer was created in three ways, it was tested and compared with each other and plants that were only irrigated with water and plants irrigated with plant fertilizer that are on market today.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The keeping quality of chilled sea urchin roe and whole urchins

Útgefið:

20/09/2017

Höfundar:

Guðmundur Stefánsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme 2014-2020

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Sviðsstjóri þjónustu

gudmundur.stefansson@matis.is

The keeping quality of chilled sea urchin roe and whole urchins

Ígulker (Strongylocentrotus droebachiensis) eru algeng við strendur Íslands og eru veidd í litlu magni og flutt út einkum sem heil ker. Aflinn árið 2015 var 280 tonn. Markaðir eru til staðar í Evrópu og Asíu fyrir ígulkerahrogn fersk, frosin eða unnin á annan hátt. Í þessari rannsókn var lagt mat á geymsluþol ferskra og gerilsneyddra hrogna sem geymd voru við 0-2°C. Áhrif frystingar, bæði hægfrystingar (blástursfrysting við -24°C) og hraðfrystingar (frysting í köfnunarefni) voru könnuð sem og meðhöndlun með dextríni og alúmi. Einnig var lagt mat á það hversu lengi ker héldust lifandi sem geymd voru við 3-4°C. Ígulkerin voru veidd í Breiðafirði með plóg og þeim landað hjá Þórishólma í Stykkishólmi þar sem þau voru unnin. Hluti af ígulkerunum var opnaður, hrognin fjarlægð, hreinsuð og notuð í tilraunirnar. Heilum ígulkerum var pakkað í plastkassa á sambærilegan máta og við útflutning. Ferskleikaeinkenni ferskra ígulkerahrogna eru sjávarlykt og bragð, eggjarauðulykt og bragð og sætubragð. Bragð gerilsneyddra hrogna var svipað bragði ferskra hrogn en mildara. Almennt má segja að með tíma dofnaði sætu, sjávarog eggjarauðubragðið en málmkennd, þara og efnabragðeinkenni jukust. Geymsluþol ferskra ígulkerahrogna er takmarkað af áferðarbreytingum – hrogn leysast upp og verða ólystileg – og má gera ráð fyrir um eins til fjögurra daga geymsluþoli við 0-2°C. Gerilsneydd hrogn héldu ferksleikaeinkennum sínum í a.m.k. 14 daga og höfðu 22 daga geymsluþol eða meira við 0-2°C án þess að fram kæmu breytingar á áferð. Frysting ferskra ígulkerahrogna leiddi til þess að þau urðu grautarleg við þýðingu og ekki virtist vera munur á milli hægfrystingar eða hraðfrystingar. Eftir þriggja mánaða geymslu við -24°C var komið sterkt óbragð í þídd hrogn sem gerðu þau óhæf til neyslu. Frysting gerilsneyddra hrogna hafði lítil sem engin áhrif á áferð eða bragð þeirra; hins vegar eftir sex mánaða frystigeymslu fannst vottur af óbragði. Meðhöndlun með alúmi leiddi til sterks óbragðs sem gerði hrognin óhæf til neyslu. Rotvarnarefnin sorbat og bensóat leiddu til sterks bragðs í hrognunum og málmkennds eftirbragðs en meðhöndlun með dextríni virtust ekki have mikil áhrif á skynmatseiginileika. Öll heil ígulker voru lifandi eftir 5 daga frá veiði en á degi 9 var eitt ker af 18 dautt en engin skemmdarlykt fannst. Það má ætla að heil ígulker haldist lifandi við 3-4°C á milli fimm til níu daga frá veiði.

The green sea urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) is commonly found in Iceland and is currently fished and exported mainly as whole urchins. The catch in 2015 was 280 tons. There are markets both in Europe and Asia for urchin roe, fresh, frozen or processed. In this study the shelf-life of fresh and pasteurised sea urchin roe, stored at 0-2°C was evaluated. The effect of freezing (blast freezing and freezing in liquid nitrogen), treatment with dextrin and alum was evaluated on both fresh and pasteurised roe. Further, the keeping quality of whole (live) sea urchins at 3-4°C was evaluated. The sea urchins were caught in the Breidafjordur area using a modified dredge, landed at Thorisholmi in Stykkishólmur, cleaned and the whole live sea urchin were packed in the same manner as that for export. Part of the sea urchins was opened up and the roe removed, cleaned and used for the experimental trial. The freshness characteristics of fresh sea urchin roe were found to be sea odour & flavour, egg yolk odour & flavour and sweet flavour. The flavour was similar but milder in pasteurised roe. In general, with time the sweet, egg yolk and sea flavours seemed to decrease but metallic, seaweed and chemical flavours increased. The shelf-life of fresh roe is limited by changes in texture – the roe liquefies – as indicated by sensory evaluation and can be expected to be between one and four days at 0-2°C. Pasteurised roe had a freshness period of at least 14 days and a shelf life of 22 days or more at 0-2°C, with no detectable changes in appearance or texture during that time. Freezing of fresh roe resulted in a porridge like texture at thawing and no difference was seen between freezing methods, blast freezing and liquid nitrogen freezing. After three months storage at -24°C frozen roe had developed a strong off-flavour and were considered unfit for consumption by the panellists. Freezing of pasteurised roe did not change the texture or flavour of the roe; however, after 6 months freezer storage, the roe had a trace of an off-flavour. Treatment with alum gave all samples a strong off-flavour which made them unfit for consumption. Preservatives (a mix of sorbate and benzoate) gave a strong flavour and a metallic aftertaste but treatments with dextrin did not have a considerable effect on sensory characteristics. All whole sea urchins were alive after 5 days from catch, but on day 9 from catch, one urchin out of 18 had an open mouth but no spoilage odour was detected. It is estimated that the shelf life of live sea urchins is between five and nine days from catch at 3-4°C.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sub chilling of fish

Útgefið:

17/07/2017

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Sigurjón Arason, Magnea Karlsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Sub chilling of fish

Markmið verkefnisins var að nýta þekkingu á ofurkælingu á fiski sem þróuð hefur verið í rannsóknastofum undanfarna áratugi; iðnvæða hugmyndina og þróa aðferðir og búnað til að stýra kælingunni. Mikilvægt er að kæla hráefni niður undir frystimörk eða rétt niður fyrir það hitastig þar sem fyrstu ískristalar myndast í viðkomandi fisktegund, nægilega hratt til að stórir kristalar myndist ekki í vöðvum og valdi frumuskemmdum. Mikilvægt er að stýra kælingunni rétt og eins að viðhalda ofurkældu ástandi við geymslu og í flutningi, en sveiflur í hitastigi geta valdið gæðarýrnun. Niðurstöður rannsókna sýna að íslaus flutningur og geymsla á ofurkældum fiski er raunhæf lausn sem dregur úr kostnaði við veiðar og vinnslu ásamt því að lækka kostnað við flutning og dregur verulega úr sótspori við framleiðslu á ferskum fiski. Ferskur lax hefur verið fluttur íslaus en ofurkældur um styttri og lengri veg og geymdur í viku fyrir vinnslu með framúrskarandi árangri. Í tengslum við verkefnið hefur ofurkæling verið notuð í stórum stíl á Sauðárkróki, þar sem togarinn Málmey SK 1 hefur landað yfir 15 þúsund tonnum undanfarin tvö ár af ofurkældum afla og þ.a.l. ekki notað ís um borð eða við geymslu fyrir framleiðslu í fiskvinnslu.

The project objective was to utilize knowledge of sub chilling of fish developed in laboratories for the past decades; and to industrialize the concept and to develop methods and means for centralising the process. The control of the chilling process is important, to chill raw material sufficiently without freeze out more than 20% of its water and without developing large ice crystals in the muscles. It is also important to keep storage temperature under control and stable and for the same reason temperature fluctuation can cause growth of ice crystals in the muscle. Based on results obtained in present project it can be concluded that sub chilling provides opportunities to use ice-free value chain for fresh fish, lowering cost of production, logistic and considerably the carbon footprint for the final products. Fresh salmon without any external refrigerant (ice) has been transported for long distance, by trucks and airplanes, and stored for long time with acceptable results. The trawler used in this project has landed over 15 thousand tonnes of sub chilled fish for the last two years without using any ice for chilling and storage. The fish is stored in the fish plant and processed without using any ice preservation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Overview of available methods for thawing seafood / Lausnir sem standa til boða við uppþíðingu á sjávarfangi

Útgefið:

01/06/2017

Höfundar:

Sigurður Örn Ragnarsson, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

The Norwegian Research Council (Project number 233709/E50)

Overview of available methods for thawing seafood / Lausnir sem standa til boða við uppþíðingu á sjávarfangi

There is a constant demand for quality raw materials that can be used for producing seafood products for high paying markets in Europe and elsewhere in the world. Suppliers of demersal fish species in the North Atlantic are now meeting this demand by freezing the mainstay of their catches, in order to be able to have available supplies all year around. This is partly done because of seasonal fluctuations in catches, which are harmful from a marking point of view. The fact that all these raw materials are now frozen demands that methods used for freezing and thawing can guarantee that quality of the raw material is maintained. There are a number of methods available to thaw fish. The most common ones involve delivering heat to the product through the surface, as with conduction or convection. These methods include water and air-based systems. More novel methods are constantly on the rise, all with the aim of making the process of thawing quicker and capable of delivering better products to the consumer. These procedures are however, often costly and involve specialized workforce to control the process. All in all, it depends greatly on what kind of conditions a company is operating under regarding which thawing methods should be chosen. This report identifies the most common methods available and provides information on their main pros and cons.

Stöðug eftirspurn er frá fiskvinnslum víða um heim eftir góðu hráefni úr Norður Atlantshafi til framleiðslu á afurðum fyrir kröfuharða markaði. Til að mæta þessari eftirspurn og með hliðsjón af miklum árstíðabundnum sveiflum í veiðum á vissum fisktegundum hafa fyrirtæki gripið til þeirra ráða að frysta hráefnið til notkunar síðar meir. Það kallar á góðar aðferðir til að frysta hráefnið, en ekki er síður mikilvægt að þíðing hráefnisins sé góð. Til eru margar aðferðir til að þíða fisk og aðrar sjávarafurðir. Algengast hefur verið að nota varmaflutning í gegnum yfirborð með varmaburði eða varmaleiðni. Þær aðferðir byggja að mestu á því að nota vatn eða loft sem miðil til þíðingar. Nýrri aðferðir eru til sem reyna að gera ferlið fljótvirkara og þannig skila betri afurð til neytenda. Þessar aðferðir eru þó oft kostnaðarmiklar og fela í sér mikla sérhæfingu starfsfólks. Þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir máli um hverslags rekstur er að ræða og hvernig aðstæður fyrirtæki búa við hverju sinni þegar þíðingaraðferðir og tæknilegar lausnir eru valdar. Í þessari skýrslu eru tilgreindar allar helstu þíðingaaðferðir og þær tæknilegu lausnir sem eru á markaðinum í dag, ásamt því sem helstu kostir og gallar þeirra verða tilteknir.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of different packaging solutions on the shelf life of fresh cod loins – drainage holes, cooling media and plastic bags / Áhrif mismunandi pökkunarlausna á geymsluþol ferskra þorskhnakka – drengöt, kælimiðlar og plastpokar

Útgefið:

22/03/2017

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Tempra ehf, Útgerðarfélag Akureyringa ehf

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The effects of different packaging solutions on the shelf life of fresh cod loins – drainage holes, cooling media and plastic bags / Áhrif mismunandi pökkunarlausna á geymsluþol ferskra þorskhnakka
– drengöt, kælimiðlar og plastpokar

Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif mismunandi frauðplastkassa (með og án drengata), magn kælimiðils og plastpoka samanborið við plastfilmu í kassa á gæði ferskra þorskhnakka. Aldur hráefnis við vinnslu var um tveir sólarhringar. Fimm mismunandi tilraunahópar voru undirbúnir og geymdir við -1,7 °C í fimm daga og í beinu framhaldi geymdir við 2 °C í 9 daga, eða það sem eftir lifði geymslutímans. Skynmat (Torry ferskleikamat) og drip/vatnstap við geymslu var metið 1, 7, 9, 12 og 14 dögum eftir pökkun. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að hnakkastykki sem pakkað var undir plastfilmu í frauðplastkassa án drengata og með minnsta magnið (250 g) af kælimiðli í kassanum skemmdust marktækt hraðar samanborið við aðra tilraunahópa. Lengsta geymsluþolið frá pökkun (12 dagar) mældist hjá afurðum sem var pakkað í frauðplastkassa án drengata, en voru í plastpoka inni í kassanum og með meira magn (750 g) af kælimiðli (ís) utan plastpokans. Niðurstöðurnar undirstrikuðu mikilvægi þess að viðhalda lágu og stöðugu hitastigi allan geymslutímann.

The aim of the study was to explore the effects of different expanded polystyrene (EPS) boxes (with and without drainage holes), cooling media and plastic bags compared to plastic films inside the boxes on the shelf life of fresh cod loins. The fish was caught two days before processing. Five experimental groups were prepared and stored at around – 1.7 °C for five days followed by subsequent storage at around 2 °C for nine days. Sensory (Torry score) and drip loss evaluations were performed 1, 7, 9, 12 and 14 days post packaging. The results indicated that loins packed under a plastic film in EPS boxes (without drainage holes) and with the lowest amount (250 g) of cooling medium spoiled faster compared with the other experimental groups. The longest shelf life from packaging (12 days) was obtained for loins packed in EPS boxes inside a plastic bag and covered with a larger amount (750 g) of ice. Furthermore, the sensory results were in accordance to the temperature profiles of the experimental groups, stating the advantages of a low and stable storage temperature.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2016

Útgefið:

07/03/2017

Höfundar:

Halldór Pálmar Halldórsson, Hermann Dreki Guls, Natasa Desnica, Erna Óladóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, Kristín Ólafsdóttir

Styrkt af:

Norðurál hf, Elkem Ísland ehf

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2016

Markmið rannsóknarinnar er að meta hugsanleg mengunaráhrif iðjuvera á Grundartanga á lífríki sjávar í Hvalfirði. Umhverfisvöktun hófst árið 2000 og var endurtekin árin 2004, 2007, 2011 og 2013 ásamt því að framkvæmd vöktunar var endurskoðuð, m.a. bætt við sýnatökustöðum og mæliþáttum fjölgað. Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum vöktunarmælinga í sýnum frá 2016. Kræklingi (Mytilus edulis) var komið fyrir í búrum á sjö mismunandi stöðvum við ströndina við Grundartanga, norðanmegin í Hvalfirði, þar með talið einum viðmiðunarstað við Saurbæjarvík innar í firðinum. Kræklingabúrin voru síðan tekin upp og kræklingurinn rannsakaður tveimur mánuðum síðar. Til að meta náttúrulegar sveiflur í styrk efna og vexti kræklings, var eitt viðmiðunarsýni tekið og fryst um leið og kræklingurinn var lagður út til ræktunar. Dánartíðni og vöxtur kræklings ásamt meginefnaþáttum (vatni, fitu, ösku og salti) voru mæld við lok rannsóknarinnar. Einnig voru eftirfarandi ólífræn snefilefni og lífræn efnasambönd mæld í mjúkvef kræklings; arsen, kadmín, kopar, sink, króm, nikkel, kvikasilfur, selen, blý, vanadín, ál, járn, flúor og 16 fjölhringja kolvatnsefni (PAH efni) en þeim síðastnefndu var fækkað um tvö (perylene og benzo(e)pyrene) að beiðni verkkaupa. PAH efni voru einnig mæld í setsýnum sem tekin voru á sömu stöðum og kræklingasýnin. Ekki var um mikinn mun að ræða á milli stöðva, hvorki hvað varðar líffræðilega þætti né meginefnaþættina í kræklingi. Dánartíðni var lág og almennt virtist kræklingurinn þrífast ágætlega. Ólífræn snefilefni voru í svipuðum styrk eða lægri borið saman við fyrri rannsóknir og mældust í svipuðum styrk og í kræklingi frá ómenguðum stöðum umhverfis landið og alltaf í lægri styrk en viðmiðunarmörk Norðmanna fyrir menguð svæði. Kadmín (Cd) mældist þó yfir lægstu viðmiðunarmörkunum Norðmanna, en styrkur þess í kræklingnum lækkaði hins vegar við verksmiðjusvæðin yfir ræktunartímann. Því er ekki talið að hár kadmínstyrkur tengist iðjuverunum á Grundartanga, heldur náttúrulega háum bakgrunnsstyrk í íslensku umhverfi. Í þeim tilvikum þar sem til eru hámarksgildi fyrir ólífræn snefilefni í matvælum (Cd, Hg, Pb) var styrkur þeirra í kræklingi eftir tvo mánuði í sjó nálægt iðjuverunum ávallt langt undir hámarksgildunum fyrir matvæli. Aðeins greindust 3 PAH efni yfir magngreiningarmörkum í kræklingi, þau sömu og 2013: pyrene, phenanthrene og fluoranthene (perylene greindist einnig 2013 en því varsleppt að þessu sinni). Pyrene var í hæstum styrk af þessum 3 PAH efnum sem greindust, nema í banka 1 þar sem fluoranthen var í hæstum styrk. Styrkur PAH efna í kræklingi var óverulegur og ávallt undir norskum viðmiðunarmörkum fyrir menguð svæði hvað krækling varðar. Öll 16 PAH efnin greindust í öllum setsýnum og var heildarmagn þeirra á bilinu 209-791 µg/kg þurrvigt. Líklegt er að þessi PAH efni í setinu tengist iðnaðarstarfssemi og skipaumferð á svæðinu. Ef borið er saman við norsk viðmiðunargildi flokkast allir mældir sýnatökustaðir nema tveir sem mild áhrifasvæði þar sem PAH styrkur mælist hærri miðað við skilgreiningu á bakgrunnssvæði. Þetta er í annað sinn sem styrkur PAH efna er mældur í setsýnum í umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga og reyndist heildarmagn PAH efna í setinu heldur lægra í ár borið saman við 2013. Áhrif iðjuveranna á krækling í nágrenni við Grundartanga virðast takmörkuð ef tekið er tillit til þeirra efna sem mæld voru í þessari rannsókn. Áhrif á lífríki setsins eru því að öllum líkindum óveruleg, miðað við norsk og kanadísk áhrifamörk af völdum PAH efna. Áfram er þó nauðsynlegt að fylgjast vel með og vakta umhverfið og lífríkið til að greina breytingar á mengunarálagi á þessu svæði.

The aim of this study is to estimate potential impact of organic and inorganic pollutants on the costal marine ecosystem in proximity to the industrial activities at Grundartangi in Hvalfjörður. The monitoring started in the year 2000 and has since then been revised in terms of additional sampling sites and measured elements, but the monitoring has been repeated in the years 2004, 2007, 2011 and 2013. This report summarises the results obtained in the study performed in 2016. Caged mussels (Mytilus edulis) from a homogenous population were positioned at seven different locations along the coast close to Grundartangi industries including a reference cage at Saurbæjarvík. The mussel cages were then retrieved after a two month monitoring period. In order to enable assessment of natural changes in compound concentration and mussel size over time, a reference sample was taken from the mussel pool when the cages were initially deployed at their monitoring sites. Death rate and growth of mussels as well as their main constituents (water, fat, ash and salt) were evaluated at the end of the monitoring period. Similarly, the following trace elements and organic compounds were analysed in the soft mussel tissue: As, Cd, Cu, Zn, Cr, Ni, Hg, Se, Pb, V, Al, Fe, F and 16 PAHs (two compounds, perylene and benzo(e)pyrene were omitted this time). PAHs were also analysed in sediment samples taken from the same sites. Little variation was observed in main constituents and biological factors between the different sampling sites. Death rate was low and the mussels thrived well. In general, inorganic trace elements were similar or in lower concentrations compared to previous years and always below the Norwegian environmental standards, except in the case of cadmium (Cd) that exceeded the lowest Norwegian environmental limit. The Cd concentration decreased in the mussels during the monitoring period which indicates that the Cd concentration is not related to the industrial activities at Grundartangi, but rather to high natural Cd background concentration in the Icelandic environment. However, Cd as well as Hg and Pb meet the EU maximum limits for food consumption. Only 3 PAH compounds were detected above limits of quantification in the musselsamples. Pyrene was always at the highest concentration while phenanthrene and fluoranthene were at lower concentration, except at banki 1, where fluoranthene was the highest. The PAH concentrations never exceeded the Norwegian standards for total PAH concentration for mussels. All 16 PAHs were detected in all sediment samples with total PAHs ranging 209-791 µg/kg . All sites except for the reference site and S1 fall into the category slightly impacted sites due to increased PAH concentrations when compared to Norwegian reference values and below threshold effect levels compared to Canadian criteria. This is the second time that PAHs are analysed in sediment samples to monitor the impact of the industrial activities at Grundartangi and total levels of PAH are now somewhat lower than observed in 2013. In conclusion, the effects of the industries at Grundartangi appear to be limited for the chemical compounds analysed in the mussels. The impact on sediment biota also appears to be low. However, it is important to maintain frequent monitoring studies on the marine ecosystem near the Grundartangi industrial area in order to detect changes in pollution burden.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun aðferðar til að meta sýkingarálag í fiskeldi / Method development to estimate infection load in aquaculture

Útgefið:

15/12/2016

Höfundar:

René Groben, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

AVS (S 15 006-15)

Tengiliður

René Groben

Verkefnastjóri

rene.groben@matis.is

Þróun aðferðar til að meta sýkingarálag í fiskeldi / Method development to estimate infection load in aquaculture

Markmið forverkefnisins var að búa til DNA þreifara sem binst við erfðaefni fisksjúkdómsvaldandi bakteríanna Flavobacterium psychrophilum og Aeromonas salmonicida,undirtegund achromogenes, sem hægt væri að skima eftir með notkun flúrljómunartækni í smásjá (FISH) og í örverugreini (flow cytometry). Einn sértækur DNA þreifari fyrir bakteríunni F. psychrophilum var búin til með samsetning tveggja og notaður með mjög góðum árangri til að skima fyrir bakteríunni með örverugreini og FISH tækni. Ekki var hægt að búa til sértæka DNA þreifara fyrir A. Salmonicida,undirtegund achromogenes, þar sem auðkennisgen (16S rDNA) hennar er of líkt öðrum Aeromans tegundum sem eru ekki sýkjandi. Nauðsynlegt verður að þróa nýja þreifara sem eru einstakir fyrir A. Salmonicida, undirtegund achromogenes. Örverugreinirinn (flow cytometry) er mjög hraðvirkt tæki til að greina bindingu sértækra DNA þreifara við örverur sem gerir tækið mjög hentugt til að greina sjúkdómsvaldandi bakteríur í vatni. Magngreining baktería með slíkri tækni er þó háð ýmsum annmörkum en hún gefur samt mjög góða vísbendingu um ástand vatnsins í eldinu svo hægt sé að meta sýkingarálagið. Niðurstöður þessa forverkefnis sýna að hægt er að meta sýkingarálag í fiskeldi á hraðvirkan hátt en nauðsynlegt er að þróa áfram og sannreyna aðferðafræðina við raunaðstæður í fiskeldi. Gert var ráð fyrir þessu í upphafi þessa forverkefnis og hafa þátttakendur sótt um framhaldsstyrk til AVS sem byggir á núverandi niðurstöðum og verður aðferðafræðin prófuð við raunaðstæður í bleikjueldi.

The aim of this proof-of-concept study was the development and application of molecular probes for the fish pathogens Flavobacterium psychrophilum and Aeromonas salmonicida subsp. achromogenes, and their detection through Fluorescence In Situ Hybridization (FISH) and flow cytometry. A combination of two species-specific FISH probes was successfully used in combination with flow cytometry to identify and detected F. psychrophilum strains. It was not possible to find specific FISH probes for A. salmonicida subsp. achromogenes. The bacterium is too similar to other Aeromonas species in its 16S rRNA gene sequence and does not contain suitably unique regions that could have been used to develop a species-specific FISH probe. Flow cytometry offers a fast detection system for FISH probes, although technological limitations make reliable quantification difficult. The system is therefore best suited as a semi-quantitative early warning system for emerging fish pathogens in water samples from aquaculture tanks. The results of this preliminary project show that it is possible to estimate the infection load for certain pathogens in aquaculture rapidly but it is necessary to develop the methodology further and test it under real aquaculture conditions. The participants have applied to AVS for new funding based on these results; to develop our rapid methodology further, expand it to more pathogens and test it under real aquaculture conditions.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Influence of seasonal variation and frozen storage temperature on the lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/12/2016

Höfundar:

Paulina E. Romotowska, Magnea G. Karlsdóttir, María Gudjónsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Influence of seasonal variation and frozen storage temperature on the lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Áhrif geymsluhitastigs (-18 °C vs. 25 °C) og veiðitíma (ágúst vs. september) á niðurbrot fitu í Atlantshafs makríl veiddum við Íslandsstrendur voru skoðuð í þessu verkefni. Stöðugleiki fitunnar var metinn með því að mæla fyrstastigs (PV) og annarsstigs myndefni þránunar (TBARS), fríar fitusýrur (FFA) auk fitusýrusamsetningu. Niðurstöðurnar sýna marktækan mun í fituniðurbroti með langvarandi geymslu, þar sem niðurbrotið var marktækt minna þegar geymt var við – 25 °C samanborið við -18 °C. Auk þessa var fiskur veiddur í september með hærri þránunargildi samanborið við fisk frá ágúst. Aftur á móti var ensímatískst fituniðurbrot meira í águst en september. Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna að magn ómega-3 fjölómettaðra fitusýra var nokkuð stöðugt út geymslutímann. Með öðrum orðum þá sýndu niðurstöðurnar að hitastig í frostgeymslu hafði mikil áhrif á fituniðurbrot en stöðugleikinn var háður því hvenær fiskurinn var veiddur.

Lipid deterioration of Atlantic mackerel (Scomber scombrus) caught in Icelandic waters was studied, as affected by different frozen storage temperatures (-18 °C vs. -25 °C) and seasonal variation (August vs. September). The lipid stability was investigated by analyses of hydroperoxide value (PV), thiobarbituric acid reactive substances (TBARS), free fatty acids, as well as changes in fatty acid composition. Results showed significant lipid deterioration with extended storage time, where the lower storage temperature showed significantly more protective effects. Furthermore, a higher lipid oxidation level was recorded for fish caught in September than in August, although lipid hydrolysis occurred to be greater for fish in August than in September. Moreover, results indicated a rather stable level of omega-3 fatty acid during the whole frozen storage period. The analysis indicated that both lipid oxidation and hydrolysis were affected by the frozen storage temperature and the stability differed with regards to season of catch.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Values from waste / Hliðarafurðir í verðmæti

Útgefið:

29/11/2016

Höfundar:

Oddvar Ottesen, Jón Árnason, Birgir Örn Smárason, Nonna Zhuravleva, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Nordregio

Values from waste / Hliðarafurðir í verðmæti

Skýrslan lýsir fyrstu niðurstöðum verkefnis tækniyfirfærsla til þróunar og nýsköpunar við framleiðslu virðisaukandi afurða úr vannýttum hliðarafurðum fiskvinnslu á þremur mismunandi svæðum þ.e. Norður Íslandi, Norður Noregi og Norðvestur Rússlandi. Verkefnið var sameiginlegt átak rannsókna- og þróunaraðila auk fiskiðnaðar á svæðunum. Skýrslan gefur innsýn í magn ónýttra afurða á svæðinu. Auk þess er fjallað um nýtingu þriggja ónýttra hráefna, blóðs, svilja og augna, og mögulega nýtingu þeirra sem lífvirkra efna í sér fóður fyrir fisk auk annarra nota.

The report describes first results of work on technology transfer for development and innovation for production of value added products from underutilized by-products of fish production and processing in three different areas i.e. Northern Iceland, Northern Norway and North Western Russia. The project is a joint effort of research and development entities and fish processing industries in the above mentioned areas. The report gives an overview on availability of underutilized by-products in the area. In addition, possible ways of utilizing three different by products, fish blood, fish testes and fish eye compounds, and how they might be used as bioactive compounds into speciality feeds for aquaculture and other possible products.

Skoða skýrslu
IS