Skýrslur

Þróun erfðagreiningaraðferðar til tegundaákvörðunar helstu nytjastofna Íslands / Species identification of Icelandic marine organisms using a genetic analyzes technique

Útgefið:

01/05/2009

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Ólafur K. Pálsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Þróun erfðagreiningaraðferðar til tegundaákvörðunar helstu nytjastofna Íslands / Species identification of Icelandic marine organisms using a genetic analyzes technique

Eins og nafn verkefnisins „Þróun erfðagreiningaraðferðar til tegundaákvörðunar helstu nytjastofna Íslands“ (tilvísunarnúmer AVS R 012‐07 (08)) gefur til kynna, þá var markmið verkefnisins að þróa hraðvirka og ábyggilega erfðagreiningaraðferð til að tegundagreina íslenska nytjastofna sjávar. Engin fljótleg og áreiðanleg greiningaraðferð var til fyrir íslenska nytjastofna sjávar sem eru á hinum ýmsu líf‐ og vinnslustigum. Fram að þessu hafa útlitsgreiningar verið ráðandi í tegundagreiningum flóknari lífvera en sú vinna krefst mjög þjálfaðra flokkunarfræðinga og er sú aðferð að öllu jöfnu tímafrek. Margar sjávarlífverur, egg, lirfur, seiði og ungviði fiska er mjög erfitt að greina út frá útlitseinkennum. Ef sýni eru ekki heil eða greina á óþroskuð lífform þá geta sérfræðingar jafnvel ekki greint sýnið til tegundar. Raðgreining á tegundaaðgreinandi genum (merkigenum) er öflug og fljótleg aðferð til að tegundagreina óþekktar lífverur. Í verkefninu voru 26 nytjastofnar sjávar rannsakaðir. Erfðaefni var einangrað úr sýnunum en síðan voru hvatberagenin cytochrome c oxidase subunit 1 (COI), cytochrome b (Cytb) og 16S RNA (16S) mögnuð upp með varðveittum vísum og því næst raðgreind. Aðferðin var þekkt en nokkur vinna var í því að finna réttu vísana og mögnunaraðstæðurnar fyrir hina ýmsu hópa. Búið er að samþykkja það á alþjóðavísu að nota COI genið sem merkigen og nokkur stór raðgreiningarverkefni eru í gangi þar sem stórir og öflugir gagnabankar eru í uppbyggingu (s.s. “Barcode of Life” ). Í verkefninu voru COI, Cytb og 16S genin hlutaraðgreind fyrir nytjastofnana en alls voru 1‐5 einstaklingar skoðaðir fyrir hverja tegund. Þessum röðum var safnað í gagnabanka sem var útbúinn ásamt birtum röðum fyrir þessar tegundir og annarra skyldra tegunda.   Þegar búið var að þróa aðferðina og koma gagnabankanum upp var næmni aðferðarinnar könnuð með þremur gerðum óþekktra sýna (blind sýni). Í fyrsta lagi voru sýni fengin úr fiskverslunum, í öðru lagi voru sýni úr sýnasafni Hafrannsóknarstofnunarinnar greind og að lokum voru greind seiði sem voru 2‐ 8 cm löng. Í öllum tilvikum tókst að tegundagreina óþekktu sýnin með DNA erfðagreiningaraðferðinni en útlitsgreiningar á seiðunum voru nokkuð erfiðar.   DNA tegundagreining er mun hraðvirkari, ódýrari og nákvæmari en hefðbundnar útlitsgreiningar. Þessi aðferð kemur því sterkt inn í atvinnulífið til að tryggja öruggar greiningar á öllum lífsformum nytjastofnanna, til greiningar blandaðra sýna úr sjó og til tegundagreiningar á öllum vinnslustigum sjávarafurða. Matís‐Prokaria hefur nú þegar fengið viðskipti út á svona greiningarþjónustu.  

The goal of the project “Species identification of Icelandic marine organisms using a genetic analyzes technique” (project no. AVS R 012‐07 (08)) was to develop a sequencing databank for three chronometer mitochondria genes for 26 Icelandic marine species. Furthermore, to develop a DNA protocol to analyze mixed unknown samples, such as juveniles of fishes and identification of fishes in fish stores.   Classical morphological identification of marine species is time‐ consuming and depends on a high degree of taxonomic expertise. This expertise is currently falling short, therefore, in many cases the identification of a species is the major bottleneck in marine biodiversity and ecosystem research. On demand, molecular diagnostic techniques have proven to be successful species identification tools. Recently, DNA barcoding has been highly accepted as a rapid, cost‐effective and broadly applicable tool for species identification. Currently, the three most common DNA barcoding targets are the mitochondrial genes cytochrome c oxidase I (COI), cytochrome b (Cytb) and 16S RNA (16S). For DNA barcoding, the mtDNA gene, cytochrome c oxidase I (COI), has been highlighted as the genetic marker for species identification in huge international projects, like the project “Barcode of Life”. In this project we did a partial sequencing of these three genes of 26 Icelandic marine organisms that are utilized in Iceland. The method is straight forward; DNA is isolated from the specimen, the three genes are PCR amplified in separated reactions by using universal primers and then sequenced. A database was developed, saving the sequences obtained in the project for the three genes.   Finally, 24 unknown samples (blind samples) were analyzed. Part of the samples were fish fillets from fish shops, some were samples from the databank of MRI and some samples were juvenile fishes that were difficult to identify by morphology. All samples were species identified easily by using the sequencing method, supporting the importance of the method.   DNA species identification is more rapid, cost‐effective and more accurate than the classical morphological identification method. Therefore, this method is an important tool for the industry to ensure reliable identification of marine organisms in all life stages and process stages. Matis‐Prokaira has already customers for such identification services. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

CFD Modelling and Quality Forecasting for Cooling and Storage of Pelagic Species

Útgefið:

01/04/2009

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Byggðastofnun

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

CFD Modelling and Quality Forecasting for Cooling and Storage of Pelagic Species

Í verkefninu er tölvuvætt varma‐  og straumfræðilíkan af geymslutönkum uppsjávarafla smíðað. Inntak líkansins er tímaháður umhverfishiti sem aftur skilar hitastigsdreifingu þeirrar blöndu uppsjávarafla og sjós sem geymd er í tönkunum. Það líkan er svo samtvinnað gæðaspálíkani sem segir til um þróun skemmdareinkennandi efna svo sem TMA og NH3 út frá þeirri hitastigssögu sem fæst úr varmafræðilíkaninu. Meginafrakstur verkefnisins er þróun og beiting tækni sem gerir það mögulegt að spá fyrir um skemmdaferla uppsjávarafla við gefna umhverfishitasögu. Sú tækni gæti reynst gríðarlega notadrjúg í meðhöndlun og vinnslu uppsjávarafla.   Samstarfsfyrirtæki í verkefninu eru Síldarvinnslan, Skinney‐ Þinganes og HB Grandi.

In this project a thermodynamic model of storage tanks used for cooling and storage of pelagic species is constructed. The input for the model is transient ambient temperature, which gives the temperature and velocity distribution in the mixture of pelagic species and seawater. This model is then coupled with a quality forecast model, which predicts the development of spoilage indicators such as TMA and NH3 from the temperature time series which are retrieved from the thermodynamic model. The main result of the project was the development and application of a technique which makes it possible to predict the spoilage of pelagic species given only ambient temperature history. This could prove immensely useful in the management and processing of pelagic species. The following companies take part in this project: Síldarvinnslan, Skinney‐Þinganes and HB Grandi.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla og gæðastýring á eldisþorski / Processing and quality control of farmed cod

Útgefið:

01/04/2009

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Valur Norðri Gunnlaugsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kristján Jóakimsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R26-06 / AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur@matis.is

Vinnsla og gæðastýring á eldisþorski / Processing and quality control of farmed cod

Skýrslan er samantekt á niðurstöðum í verkefninu „”Vinnsla og gæðastýring á eldisþorski” sem unnið var í samstarfi HG og Matís. Leitað var leiða til að þróa hefðbundnar aðferðir við framleiðslu ferskra, frystra og léttsaltaðra afurða til að þær nýttust fyrir eldisfisk. Markmiðið með verkefninu var að afurðir úr eldisþorski gæfu verðmætar og fjölbreyttar afurðir sem uppfylltu gæðakröfur markaðarins. Vinnsla á eldisþorski verður að fara fram fyrir dauðastirðnun. Að öðrum kosti er hætta á því að losmyndun verði það mikil að afurðir verði í versta falli ósöluhæfar. Kældar og lausfrystar afurðir eru að sambærilegum gæðum og afurðir unnar úr villtum þorski. Eiginleikar eru þó ekki þeir sömu og kemur það meðal annars fram í bragði og áferðaeiginleikum. Villtur þorskur er meyrari og gjarnan safaríkari en eldisþorskur hefur kjötkenndari og stamari áferð og er sætari á bragðið. Vinnsla fyrir dauðastirðnun gerir það að verkum að ekki er hægt að nota hefðbundna söltunarferla fyrir eldisfisk. Við léttsöltun er hægt að beita aðferðum eins og sprautun og lengja pæklunartíma til að draga úr neikvæðum áhrifum dauðastirðnunar á upptöku við hefðbundna verkunarferla. Aðstæðum við söltun og hitastigi þarf að stýra mjög vel til að lágmarka hættu á örveruvexti þar sem unnið er við mjög lágan saltstyrk við framleiðslu léttsaltaðra (2% salt) afurða.

This report summarizes the results from the project „Processing and quality control of farmed cod“ where processing and salting methods for farmed cod were developed in co-operation of HG (HradfrystihusidGunnvor Ltd) and Matís ohf. The main difference in processing of farmed and wild cod is that farmed cod has to be processed before rigor mortis. Otherwise there is a high risk of gaping and quality defects in products that are not accepted by markets. Chilled and IQF products processed from pre-rigor farmed cod were of similar quality as products from wild cod. However, farmed cod products have different properties, they have a sweeter taste and more „meaty“ and firmer texture than products from wild cod which are softer and juicier. Processing of farmed cod before rigor retards weight increase and salt uptake during light salting. The effects of rigor can be reduced be using brine injection and increasing brining time from traditional processed for farmed cod. Salting conditions and temperature must be carefully controlled during the process to avoid microbial growth at the low salt levels used in production of light salted (2% NaCl) products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífríki í hverum í Vonarskarði / Microbial diversity in hot springs in Vonarskarð

Útgefið:

01/03/2009

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Snædís H. Björnsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson

Styrkt af:

Orkustofnun vegna Rammaáætlunar

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Lífríki í hverum í Vonarskarði / Microbial diversity in hot springs in Vonarskarð

Sýni voru tekin á jarðhitasvæðinu austan Eggju í Vonarskarði. Alls voru tekin 32 sýni úr mismunandi hverum, lækjum og jarðvegi við mismunandi hitastig og sýrustig. Frumefni voru mæld í nokkrum vatnssýnum. Tegundasamsetning baktería og fornbaktería var ákvörðuð með sameindalíffræðilegum aðferðum. Alls voru greindar 1052 16S rRNA genaraðir baktería sem dreifðust á 23 fylkingar.   Rúmlega 50 nýjar bakteríutegundir fundust í sýnunum, þar af 11 sem eru líklega fulltrúar nýrra ættkvísla. Genaraðir úr fornbakteríum voru 155 talsins. Tíu nýjar fornbakteríutegundir fundust, þar af fimm fulltrúar nýrra ættkvísla.    Lífríki jarðhitasvæðisins í heild verður því að teljast afar sérstakt. Algengastar voru frumbjarga tegundir af fylkinginu Aquificae. Frumbjarga og ófrumbjarga Proteobacteria tegundir fundust í umtalsverðu magni og var bæði um þekktar og nýjar tegundir að ræða. Dæmigerðar tegundir blágrænna baktería og Chloroflexi fundust í sýnunum. Firmicutes, Bacteroidetes og Chlorobi tegundir fundust einkum í sýnum sem tekin voru við lægri hitastig. Fornbakteríur sem fundust í sýnunum dreifðust á tvo stærstu hópa fornbaktería þ.e. Crenarcheota og Euryarchaeota. Líffræðilegur fjölbreytileiki baktería og fornbaktería í sýnunum var oftast á bilinu Nt/Nmax= 1,0‐3,0 sem er dæmigert fyrir jaðarvistkerfi. Í nokkrum tilvikum var hann hærri, einkum í sýnum þar sem hitastig var tiltölulega lágt og því lífvænlegra fyrir fleiri tegundir.   Sjö bakteríutegundir voru ræktaðar úr sýnunum, þar af ein ný tegund af ættkvísl Sediminibacter af fylkingu Bacteroidetes. Nokkrar Thermus tegundir voru ræktaðar, m.a. T.islandicus sem er einlend á Íslandi. Proteobakteríurnar Thermomonas hydrothermalis og Tepidimonas ignava voru einnig ræktaðar upp úr nokkrum sýnum og hitakæra Firmicutes tegundin Anoxybacillus kualawohkensis.

Samples were taken from the geothermal area east of Eggja in Vonarskarð. A total of 32 samples were collected from different sites at various temperature and pH values. The concentration of 72 elements were estimated in water samples. Species composition of Bacteria and Archaea was estimated using molecular methods. A total of 1052 16S rRNA gene sequences belonging to 23 bacterial phyla were detected. Roughly 50 novel bacterial species were found of which 11 represent new genera. Ten novel archaeal species were found, five of which represent new genera. Species belonging to the autotrophic phylum of Aquificae dominated many samples. Species of different subphyla of Proteobacteria were also represented in high ratios in the samples, both described    and novel species. Common species of Cyanobacteria and Chloroflexi were also detected. Species of the Firmicutes, Bacteroidetes and Chlorobi phyla were common in samples taken at lower temperatures. Archaeal species in the samples belonged to both Crenarchaeota and Euryarchaeota. The calculated biodiversity index for bacteria and archaea in the samples was 1,0‐3,0 which is in concordance with values obtained for extreme ecosystems. It was higher in a few samples which were taken at lower temperatures and thus represent habitats acceptable for more diverse organisms. Seven bacterial species were isolated from the samples. One of these represents a novel species of the genus Sediminibacter within the phylum of Bacteroidetes. Several Thermus species were cultivated, i.e. T.islandicus which has so far only been found in Iceland. The Proteobacteria species Themomonas hydrothermalis and Tepidimonas ignava were also isolated as well as a thermophilic Firmicutes species, Anoxybacillus kualawohkensis.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi / Produksjon av kvalitetsrotatorier for oppdrett av torskeyngel

Útgefið:

01/03/2009

Höfundar:

Jónína Þ Jóhannsdóttir, Agnar Steinarsson, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Nordisk Atlantsamarbejde (NORA)

Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi / Produksjon av kvalitetsrotatorier for oppdrett av torskeyngel

Mikill áhugi er fyrir því að leita leiða til að stjórna eldisaðstæðum á öllum stigum fiskeldis. Stýring örveruflóru í umhverfi og meltingarvegi lirfa er m.a. talið geta dregið úr afföllum sem verða á fyrstu stigum eldis sjávarfiska. Mikill fjöldi baktería fylgir að jafnaði fóðurdýrum í þorskeldi en notkun endurnýtingarkerfa við ræktun hjóldýra hefur meðal annars þá kosti að minni fjöldi baktería nær fótfestu í kerfunum samanborið við loturæktir. Notkun bætibaktería til stýringar bakteríuflóru hefur aukist mikið á liðnum árum og hefur í sumum tilfellum stuðlað að auknum vexti og gæðum lirfa. Jafnframt því að efla samstarf þorskseiðaframleiðenda á Norðurlöndum þá er markmið verkefnisins að þróa aðferðir sem auka stöðugleika og hagkvæmni í framleiðslu fóðurdýra. Byggt er á endurnýtingarkerfi sem hannað var af Sintef í Noregi og er í þessum hluta rannsökuð áhrif og viðvera valinna bætibaktería í kerfinu. Helstu niðurstöður meðhöndlunar með tveimur völdum bakteríustofnum sýndu að hjóldýrin þoldu vel meðhöndlunina og aukin uppskera dýra fékkst við meðhöndlun með bakteríunum í frostþurrkuðu formi. Mikil fækkun varð á fjölda baktería í lífhreinsi við meðhöndlun með fljótandi bakteríurækt og náði bakteríufjöldi í lífhreinsi ekki upphaflegum fjöldi á því tímabili sem tilraunin stóð yfir, en nokkur aukning varð þó í fjölda mjólkursýrubaktería. Þó svo magn mjólkursýrubaktería í hjóldýrum hafi aukist fyrst eftir meðhöndlun þá reyndust bætibakteríustofnar ekki ná fótfestu í kerfinu eða leiða til breytinga á samsetningu bakteríuflórunnar þegar meðhöndlað var í þessum styrkleika. Verkefnið er styrkt af Nordisk Atlantsamarbejde (NORA) og unnið í samvinnu Matís, Hafrannsóknastofnunar, SINTEF, Fiskaaling, IceCod og Stofnfisks auk Nordland Marin Yngel.

There is an increasing interest in controlling environmental parameters during the first production stages of aquaculture and controlling bacterial numbers is among various environmental parameters that are believed to promote increased survival of larvae. Elevated bacterial numbers are introduced into the system through the live feed, but numbers of bacteria have been found to be greatly reduced by the use of recirculation culturing system as compared with batch culturing systems. Furthermore, the use of potentially probiotic bacteria in aquaculture has increased over the past years and has in some cases contributed to increased growth and quality of marine larvae. In addition to promoting collaboration between cod producers within the Nordic countries, the main goal of the current project is to develop methods for stable and advantageous production of live feed animals (rotifers). The project is based on a recirculation culturing system engineered by SINTEF and the present part of the project deals with the effect of treatment and persistence of selected probiotic bacterial strains in the system. The overall results indicate that the rotifer cultures were not negatively affected by the bacterial treatment and treatment using freeze-dried preparations of the two probiotic strains even resulted in improved harvesting of the live feed. A drop in bacterial numbers within the bio-filter unit was, however, observed following the addition of liquid bacterial cultures, indicating negative effects of the bacteria on the bacterial community of the bio-filter unit. An increase in the numbers of lactic acid bacteria was observed in the rotifer cultures following treatment, but the probiotic bacterial strains were neither found to become established as a part of nor affect the dominating bacterial community of the system using the concentrations applied. The project was supported by the Nordisk Atlantsamarbejde (NORA) and is a collaboration between Matís, Hafrannsóknastofnunar, SINTEF, Fiskaaling, IceCod, Stofnfiskur and Nordland Marin Yngel.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Loftþurrkað lambakjöt. Forathugun / Air dried products from lamb

Útgefið:

01/03/2009

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Loftþurrkað lambakjöt. Forathugun / Air dried products from lamb

Markmið verkefnisins er að undirbúa samstarfsverkefni aðila á Íslandi, í Færeyjum og Noregi um þróun á loftþurrkuðum afurðum úr lambakjöti í tengslum við stofnun lítilla sprotafyrirtækja og matarferðamennsku.

Skýrslan felur í sér samantekt og greiningu á stöðu loftþurrkunar á Íslandi og könnun á markaðslegum og viðskiptalegum forsendum. Greiningin skiptist í:

(1) könnun á stöðu loftþurrkaðs lambakjöts á Íslandi

(2) áhrif framleiðsluaðferða á verkun, gæði og öryggi: samantekt á tæknilegum og öryggislegum forsendum og

(3) samantekt á forsendum þess að upprunamerkja og vernda ákveðnar afurðir.

Loks er gerð grein fyrir vali á samstarfsaðilum og mótun verkefna sem tengjast loftþurrkun lambakjöts.

The aim of the project is to prepare a cooperative project between parties in Iceland, Faeroe islands and Norway on development of new air-dried products from lamb. The product development will be done in relation with establishment of small companies and food tourism.

The report is a summation and analysis on the situation of air drying in Iceland and exploration of market and business-related issues. The analysis is divided into:

(1) exploration on the situation of air dried lamb in Iceland

(2) influence of production methods on curing, quality and safety

(3) summation of criterion for origin-based labelling and protection of specific products.

Finally, established cooperation and creation of projects linked to air dried lamb is listed.

Report closed until 01.04.2012 / Skýrsla lokuð til 01.04.2012

Skoða skýrslu

Skýrslur

Úttekt á aflífun í sauðfjársláturhúsum haustið 2008

Útgefið:

10/02/2009

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Óli Þór Hilmarsson, Ásbjörn Jónsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Landssamtök sauðfjárbænda

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur@matis.is

Úttekt á aflífun í sauðfjársláturhúsum haustið 2008

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda ályktaði í apríl 2008 um að gerð verði ítarleg úttekt á meðferð lambakjöts við slátrun, þá sérstaklega við aflífun og kælingu. Í greinargerð með ályktuninni sagði: „Fundurinn telur nauðsynlegt að könnuð verði hugsanleg áhrif þessara tveggja þátta á gæði kjötsins. Þegar skepnan er aflífuð með rafmagni er hætt við að skrokkar nái ekki að blóðrenna nægilega og eins er hætt við kæliherpingu með of snöggri kælingu eða frystingu. Matís ohf. gerði úttekt á ofangreindum þáttum haustið 2008 þar sem aflífun og kæliferlar í 6 sláturhúsum voru kannaðir, þar af var eitt hús heimsótt tvisvar. Fylgst með aflífun á 100 skrokkum í hverju húsi til að sjá verklag og taka út aðstöðu. Sýrustig og hitastig skrokka var mælt reglulega auk þess sem hitastig var mælt í kjötsölum sláturhúsanna. Skrokkar sem teknir voru í þessa rannsókn fylgdu skokkum í gegnum hefðbundið verkunarferli í hverju sláturhúsi fyrir sig en fyrir frystingu var hryggur fjarlægður og frystur sér. Hryggvöðvar voru svo notaðir í áferðarmælinga til að sjá mismunandi verlagsferla á milli sláturhúsa á meyrni kjötsins. Niðurstöður sýna að deyðingaraðferð hefur áhrif á dauðastirðnunarferlið. Það var komið mun lengra í skrokkum lamba í húsum sem nota „hausbak“ aðferðina en hjá húsum sem voru með hausaklemmu. Kælitími er greinilega of stuttur í sumum húsum. Þannig var sýrustig við frystingu hæst þar sem hann var stystur og vel yfir 6,0 í húsinu þar sem hann var einungis 4 tímar. Seigja kjöts var langminnst í hryggvöðva skrokka úr sláturhúsi þar sem notast var við haus-bak aflífunaraðferð, raförvun var notuð og mikil og löng kæling tryggði að kjötið var nálgast fullmeyrnað.

At annual general meeting of sheep farmers association in 2008 was concluded that a general observation ought to take place on treatment of lamb meat at slaughterhouses, particularly at electrocute step and the cooling phase. The aim was to see the influence of these factors on meat quality. Matis ohf. visited 6 slaughterhouses in autumn 2008. The results showed that the electrocution method affected the pH of carcasses. In some slaughterhouses the cooling phase was too short and therefore the pH was too high in carcasses when they were frozen. The tenderest meat came from the slaughterhouse where the meat was electrically stimulated and there was a long cooling paste.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks 16 til 20 ára: Íhlutun á Akureyri Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Ása Vala Þórisdóttir, Fanney Þórsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Friðrik H. Jónsson, Inga Þórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi: R020-05

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks 16 til 20 ára: Íhlutun á Akureyri Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood

1. Markmið verkefnisins „Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða“ var m.a. að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks. Hér er gerð gein fyrir niðurstöðum íhlutandi rannsóknar sem gerð var á ungu fólki á aldrinum 16-20 ára. Skoðað var hvort fræðsla um fisk og meira aðgengi að honum mundi skila sér í aukinni fiskneyslu og jákvæðari viðhorfum gagnvart fiski.

2. Aðferð og þátttakendur: Rannsóknin fór fram á nemendum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem bjuggu á nemendagörðunum Lundi. Íhlutunin fór fram á þann hátt að fiskmáltíðum í mötuneytinu var fjölgað um helming og haldnir voru fræðslufyrirlestrar fyrir nemendurna þar sem rúmlega 80 nemendur mættu (27%) og kynning sett á vefinn. Samin var viðhorfs- og neyslukönnun á formi spurningalista og hún lögð fyrir nemendurna. Sama könnunin var lögð fyrir haustið 2006 (n=225, 75%) fyrir íhlutunina og vorið 2007 (n=220, 73%) eftir íhlutunina. Spurningalistanum var skipta í sjö hluta: 1. Viðhorf til heilsu og fæðuflokka; 2. Fiskneysla og neysla ýmissa matvæla; 3. Smekkur fyrir fiskréttum; 4. Þættir sem hafa áhrif á fiskneyslu; 5. Forsendur fiskneyslu; 6. Utanaðkomandi áhrifavaldar, 7. Þekking varðandi fisk.

3. Niðurstöður: Íhlutunin skilaði betri þekkingu á fisknum og lýsisneyslan jókst um nær helming og meira hjá stúlkum en strákum. Þrjátíu og tvö prósent nemenda neyttu lýsis daglega eftir íhlutun en aðeins 22% fyrir íhlutun. Ennfremur neyttu 38% lýsis 4-7 sinnum í viku eftir íhlutunina en aðeins 28% fyrir íhlutun. Að meðaltali borðaði unga fólkið fisk sem aðalrétt 1,8 sinnum í viku fyrir íhlutun en 1,9 sinnum í viku eftir íhlutun en munurinn var ekki marktækur. Fiskneysla nemendanna er því ekki langt frá ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Hvað varðar hvatningu til fiskneyslu þá voru foreldrar sterkustu áhrifavaldarnir en áhrif þeirra minnkuðu aðeins eftir íhlutun. Viðhorf nemenda til fisks varð neikvæðara eftir íhlutun en þrátt fyrir það minnkaði fiskneysla þeirra ekki. Þeim sem ekki voru fyrir fisk fyrir íhlutun geðjaðist betur að honum eftir íhlutun. Markviss fræðsla um bæði hollustu fisks og aukið framboð á fjölbreyttum fiskréttum eru nauðsynleg til að stuðla að aukinni fiskneyslu ungs fólks.

The aim of the project “Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood” was to obtain information on the attitudes of young people towards fish and fish consumption. Results are shown from an interventive research which was carried out on young people of the age group 16-20. It was examined if education about fish and its accessibility would result in increased fish consumption and more positive attitudes towards fish. Method and participants: Students from the college and vocational school at Akureyri participated in the study. The intervention was done by doubling the number of fish meals at the school’s canteens and informative lectures were given to over 80 students (27%) and information was given on the school web. The students answered a questionnaire on attitudes and consumption of fish. The same study was done twice; in the autumn 2006 (n=225, 75%) before the intervention and in spring 2007 (n=220, 73%) after the intervention The questionnaire was divided into 7 parts: 1. Attitudes towards health and food types; 2. Consumption of fish and other foods; 3. Liking of various fish dishes; 4. Factors affecting fish consumption; 5. Prerequisite of fish consumption; 6. External effects; 7. Knowledge about fish. Results: The intervention resulted in better knowledge about fish and the fish liver oil consumption almost doubled, more among girls than boys. Thirty-two percent of the students consumed fish oil daily after the intervention but only 22% before. Further, 38% consumed fish oil 4-7 times a week after the intervention but only 28% before. On average, the young people consumed fish as a main dish 1.8 times a week before the intervention but 1.9 after, the difference was not significant. The fish consumption of the students is therefore not far from the recommendation of the Public Health Institute of Iceland. The parents had most influence on encouraging increased fish consumption, but their effect decreased a little after the intervention. The attitudes of the students towards fish became more negative after the intervention but did not however decrease their fish consumption. Those who did not like fish before the intervention liked it better after the intervention. Systematic education on the wholesomeness of fish and increased variety of fish dishes are essential to encourage increased fish consumption among young people.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífvirkir eiginleikar mysupróteina / Bioactive properties of whey proteins

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Patricia Y. Hamaguchi, Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Arnljótur B. Bergsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Framleinisjóður landbúnaðarins & Vaxtarsamningur Norðurlands vestra

Lífvirkir eiginleikar mysupróteina / Bioactive properties of whey proteins

Rannsóknir þær sem lýst er í þessari skýrslu eru þáttur í verkefninu Nýting ostamysu í heilsutengd matvæli. Verkefnið fjallar um að bæta nýtingu og auka verðmæti mysu sem fellur til við ostaframleiðslu hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki með því að nýta bæði prótein og mjólkursykur til framleiðslu á heilsudrykkjum og fæðubótarefnum. Með bættri nýtingu mjólkur t.d. með notkun próteina úr mysu má komast hjá óþarfa losun lífefna út í umhverfið.   Ostamysa frá Mjólkursamlagi KS var aðskilin í fjóra hluta með himnusíubúnaði (Membrane Pilot Plant Type MEM11) í vinnslusal Líftækniseturs Matís á Sauðárkróki af starfsmönnum Iceprotein, annars vegar í gegnum 10 kDa himnu og hinsvegar 200 Da himnu. Efnasamsetning (raki, prótein, salt, steinefni) og lífvirkni (ACE‐hamlandi virkni og andoxunareiginleikar) voru greind á rannsóknarstofu Matís í þessum fjórum sýnum auk þess sem mysan sjálf óbreytt var mæld. Niðurstöðurnar lofa góðu og sýna vel að lífvirkni er til staðar í mysunni, sem nýst getur í markfæði.

The experiment described in this report is part of the project Utilization of Cheese whey in health-based food products which aims are to improve utilization and increase value of whey that is discarded during the cheese production at KS Sauðárkrókur, by using proteins and lactose to produce health drink and nutritional supplements. With better utilization, unnecessary disposal of bioactive components can be avoided.   Cheese‐Whey samples from KS were fractionated with membrane filtration equipment (Membrane Pilot Plant Type MEM11) at Matís Biotechnology center in Sauðárkrókur with molecular weight cut‐offs 10 kDa and 200 Da. Chemical composition and bioactivity properties were analyzed at Matís Laboratory. Results show that whey contains promising bioactive compounds that could be used as functional food.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum / Compilation of previous test results of capelin roes

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Margeir Gissurarson, Hannes Magnússon, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Cecilia Garate

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum / Compilation of previous test results of capelin roes

Á undanförnum árum og áratugum hafa verðið gerðar ýmsar mælingar og rannsóknir á loðnuhrognum hér á landi hjá Matís ohf/Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Hér er fyrst og fremst um að ræða rannóknir á örverum, hrognafyllingu og vatnsinnihaldi. Í skýrslunni verður fjallað um örverurannsóknir sem gerðar voru á vertíðinni 1984, örverumælingar á tímabilinu 2000-2008 og mælingar á vatnsinnihaldi og hrognafyllingu 1984-2008.

In recent years and decades various studies and measurements have been carried out on capelin roes in Iceland at Matís ohf/Icelandic Fisheries Laboratories. They mainly include studies on microorganisms, roe-fill and water content. In this report, microbial studies on microorganisms from the capelin season 1984 are presented along with microbial measurements carried out during 2000-2008 and measurements of roe-fill and water content 1984- 2008.

Skoða skýrslu
IS