Skýrslur

NorwLobster: Proceedings from a workshop on Norway lobster fisheries in the Nordic Countries held in Copenhagen 13th and 14th of May 2024

Útgefið:

06/09/2024

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AG Fisk

There is considerable variation between countries how the species (Nephrops) is caught. Some countries rely largely on creeling (pot fishing) while bottom trawling is the common approach in other regions. Most common in Scandinavia is a combination of both systems, trawling in open sea and deep water, and pot fishing within fjords in shallow water. There are no considerable conflicts between the two groups.

There are pros and cons in both trap fishing and trawling for Nephrops. Both methods have some environmental impact, and both affect the Nephrops stock. Both methods need to respond to increased demands on awareness in environmental issues and sustainable fishing.

The effects of bottom trawling on potential habitat destruction were discussed. Recent developments in fishing gear technology were introduced and evaluation on future directions explored.

Common outcome from the meeting was a need for further research and lack of knowledge on stock assessment and biology. Another outcome was the need for all stakeholders to share information and increase cooperation in the future.

Participants agreed on the severity of the black market for Nephromas, and the damage it does for the value chain, and making stock assessment insignificant. Discharging is another important point regarding running an economical sustainable fishery.

Homepage: https://norwlobster.com/

Skoða skýrslu

Skýrslur

Desalting experiments

Útgefið:

21/03/2024

Höfundar:

Cecile Dargentolle, Hildur Inga Sveinsdóttir, Sigurjón Arason og Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed. 

Skoða skýrslu

Fréttir

Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Hliðarstraumum í fiskeldi er að mestu skipt í tvo flokka, þ.e. K2 sem er sjálfdauður fiskur sem drepst í kvíum, og K3 sem er slóg sem fellur til við slátrun, auk hausa, hryggja og afskurðar sem fellur til við fullvinnslu. Ekki má vinna hráefni frá K2 til manneldis né í fóður fyrir dýr sem ræktuð eru til manneldis, og þess vegna þarf að líta til annarra markaða t.d. gælu- eða loðdýr. K3 getur hins vegar farið til framleiðslu til manneldis eða í fóður dýra sem neytt er af mönnum.

Um verulegt magn er að ræða sem leggst til sem hliðarafurðir við fiskeldi á Íslandi. Gert er ráð fyrir rúmlega fimm þúsund tonnum af K2 og rúmlega tvö þúsund tonnum í K3. Í dag eru þessi hráefni að mestu unnin í meltu, sem flutt er út til Noregs til frekari vinnslu í dýrafóður. Vinnsla á hliðarafurðum frá flakavinnslu hefur verið fryst  og notuð í fóðurgerð fyrir loðdýraeldi.

Sjálfdauður fiskur úr kvíum (K2) er unninn í meltu strax um borð í fóðurprömmum og afhent norskum kaupendum á staðnum um borð í flutningaskip. Vegna takmarkaðrar notkunar á þessu hráefni, eru verðmæti undir kostnaðarverði við framleiðslu á meltu. Meiri möguleikar eru á framleiðslu á á meltu úr K3, sem hægt að nýta til fóðurgerðar fyrir eldisdýr og jafnvel til manneldis sem eykur verðmæti töluvert. Samið hefur verið við kaupendur að taki þeir K2 fái þeir K3 jafnframt, án greiðslu fyrir afurðir beggja flokka.

Í þessu verkefni „Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi“ sem að hluta var fjármagnað af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi/Matvælasjóði er bent á leiðir til að auka verðmætasköpun við meltuvinnslu. Í verkefninu var leitað leiða til að lækka kostnað og auka verðmæti við meltuframleiðslu úr hliðarstraumum fiskeldis, þar sem einkum var horft til þess að lækka flutningskostnað með því að vinna meltuna meira, taka úr henni lýsi og vatn, sem minnkar umfang og vigt við flutning og gefur tækifæri á að vinna hana í dýrari afurðir. Laxeldi á Íslandi í dag er dreift um Austurland og Vestfirði, auk þess sem umfangsmikið landeldi er í undirbúningi á a.m.k. þremur stöðum á Suðurlandi, og því mikilvægt að finna lausnir til að safna saman og flytja hliðarhráefnin frá eldi og slátrun til áframvinnslu, en töluverðan tækjabúnað þarf til þess.

Í verkefninu er velt upp mikilvægum möguleikum í nýtingu á K2 og K3 sem hingað til hefur verið kostnaður fyrir fiskeldið og gæti snúið því yfir í verðmætasköpun. Til að koma þessum hugmyndum lengra er nauðsynlegt fyrir rannsóknarsamfélagið að vinna þétt með fiskeldisfyrirtækjum og yfirvöldum sem skapa regluverkið.

  • Þykkingin er framkvæmd með gufun við undirþrýsting sem á sér stað við 30-50°C og þess vegna varðveitast eiginleikar próteina að mestu. En við þurrkun er hluti af þessum eiginleikum rýrðir vegna hás uppgufunarhita við þurrkun.
  • Í framtíðinni væri hægt að hugsa sér að nýta þykkni beint í fóðurframleiðslu og sleppa þurrkunarþrepinu sem er kostnaðarsamt (stofnkostnaðar er hár og einnig rekstrakostnaður) og ekki umhverfisvænt. Þannig væri hægt  draga úr verulega sótspori við þessa vinnslu og fóðrið yrði umhverfisvænna.

Til komast lengra er mikilvægt að þróa þessar hugmyndir í samtarfi við greinina og rannsóknasamfélagið. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld og eftirlitsstofnanir komi að málinu til að tryggja að regluverkið gangi í takt við þarfir og kröfur allra hagaðila.

Skýrslur

Hliðarafurðir grænmetisframleiðslu / By-products from the vegetable sector

Útgefið:

07/03/2022

Höfundar:

Eva Margrét Jónudóttir, Ólafur Reykdal, Rósa Jónsdóttir

Styrkt af:

Matvælasjóður / Icelandic Food Innovation Fund

Þessi skýrsla er hluti verkefnisins „Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis.“ Meginviðfangsefni voru að kanna farvegi helstu hliðarafurða grænmetisframleiðslu á Íslandi, koma með hugmyndir að vöruþróun, leita heimilda um eiturefni sem gætu hindrað notkun í matvæli og að lokum að áætla gróflega magn þeirra hliðarafurða sem til falla á ársgrundvelli. Þar að auki voru gerðar efnamælingar á völdum hliðarafurðum.

Í skýrslunni er að finna samantekt um ályktanir og tillögur. Talið er að miklir möguleikar séu á verðmætasköpun úr þeim hliðarafurðum sem falla til við framleiðslu grænmetis á Íslandi. Ein leið til verðmætasköpunar er einangrun á lífvirkum efnum til notkunar í matvæli, fæðubótarefni og snyrtivörur. Möguleikar felast einnig í gerjun og súrsun hliðarafurða og vinnslu þeirra til íblöndunar í matvæli. Úrgangur frá garðyrkjunni þarf einnig að hafa farvegi sem leiða til nýtingar. Matvælaöryggi á alltaf að vera fyrsta viðfangsefnið þegar afurðir eru þróaðar úr hliðarafurðum. Því er nauðsynlegt að gera mælingar á óæskilegum efnum í hliðarafurðum áður en nýjar vörur eru fullþróaðar.
_____

This report is a part of the project „Improved quality, shelf-life and reduced waste in the vegetable value chain.“ The main tasks were studies of (a) current utilization of by-products from the vegetable production, (b) possible product development, (c) information on toxins in the by-products, (d) amount of available by-products. Additionally, nutrient analyses were carried out on selected by-products.

The report includes conclusions and proposals. It is concluded that there are considerable possibilities for value creation from vegetable by-products. One of the possibilities is the use of bioactive compounds from by-products for food, supplements and cosmetic products. Other possibilities are fermentation and addition of homogenized by-products to foods. Wastes from horticulture should also have routes for utilization. Food safety should always be considered when food uses of by-products are considered. Therefore, by-products should be analysed for contaminants and toxicants.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting og næringargildi íslensks alifuglakjöts

Útgefið:

23/03/2020

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Matfugl ehf, Reykjagarður hf, Ísfugl ehf

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Nýting og næringargildi íslensks alifuglakjöts

Markmið verkefnisins var að bæta upplýsingar um nýtingu og næringargildi kjúklinga og kalkúna sem framleiddir eru á Íslandi og styrkja þannig stöðu búgreinarinnar í samkeppni við innflutning. Með nákvæmnisúrbeiningu voru fundin hlutföll einstakra kjúklinga- og kalkúnahluta. Efnamælingar voru gerðar á þeim þáttum sem þarf fyrir næringargildismerkingar. Að auki voru gerðar mælingar á steinefnum og vítamínum í völdum kjúklingahlutum. Í ljós kom að íslenskir kjúklingar eru nú fituminni, með minna af mettuðum fitusýrum og orkuminni en áður var samkvæmt samanburði við gömul gildi í ÍSGEM gagnagrunninum. Styrkur nokkurra steinefna og vítamína í kjúklingakjöti var það hár að hægt er að bæta þeim í næringargildismerkingu. Niðurstöður fyrir næringarefni nýtast við uppfærslu ÍSGEM gagnagrunnsins og upplýsingar um nýtingu verða hluti af Kjötbókinni og nýtast kjötiðnaði og kjötkaupendum.  

The purpose was to obtain new data for dissection yields and nutrient value of Icelandic chicken and turkey and by this strengthen the position of the poultry production in Iceland. Detailed dissection yields were determined for several chicken and turkey parts. Nutrients were analysed for nutrient declarations. Additionally, minerals and vitamins were analysed in selected products. Fat, saturated fat and energy in chicken meat were lower than reported earlier. The concentrations of some of the minerals and vitamins were high enough to allow nutrient declaration. The nutrient data are made available in the ISGEM database. The dissection yield data will be available in the Icelandic Meat Book and will be important for the meat industry and meat buyers. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Mælingar á eiginleikum folaldakjöts

Útgefið:

03/07/2019

Höfundar:

Eva Margrét Jónudóttir, Guðjón Þorkelsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Mælingar á eiginleikum folaldakjöts

Sala hestakjöts innanlands er aðeins um helmingur framleiðslu og á meðan kjötneysla fer vaxandi með auknum hagvexti á það ekki við hestakjöt. Hross eru alla jafna ekki ræktuð sérstaklega til kjötframleiðslu heldur er kjötið hliðarafurð reiðmennskuræktar og lyfjaframleiðslu úr merarblóði. Vinsældir reiðmennsku og framleiðsla lyfja munu ólíklega koma til með að dragast saman næstu árin og því er full ástæða til þess að gera hestakjöti hátt undir höfði og koma þannig í veg fyrir frekari afsetningarvandamál í framtíðinni. Hestakjöt hefur verið í markaðsherferð erlendis undanfarin misseri, þá sérstaklega í Asíu en upplýsingar skortir um eiginleika þess. Meginmarkmið verkefnisins var að safna saman og koma á framfæri upplýsingum sem styðja við og greiða leið markaðstarfs og sölu á hestakjöti. Afurðir af þremur folöldum sem slátrað var 03.12.18 voru rannsakaðar. Hitasírita var komið fyrir í kæli og innst í þykkustu vöðvum skrokkanna. Sýrustigssírita var stungið í hryggvöðva þeirra eftir slátrun. Allir skrokkar voru úrbeinaðir í sláturhúsinu á Hellu og vigtaðir eftir skiptingu í vöðva, vinnsluefni, bein og fitu. Hverjum vöðva var skipt upp í 4 hluta. Sá fyrsti fór í litmælingu, annar í efnamælingu, þriðji í skynmat og sá fjórði í skurðkraftsmælingu og mælingu á suðurýrnun. Þar að auki voru send sýni til greininga á gerlafjölda sem og Listeríu bakteríum. Það tók um 17 klst fyrir sýrustig að falla í hryggvöðvum eftir slátrun og það tók um sólahring á kæli eftir slátrun fyrir skrokk að ná fullkomnum umhverfishita við 5°C. Mælingar á elduðum vöðvum staðfesta að folaldakjöt er meyrt kjöt. Röð eftir vaxandi skurðkrafti (seigju) er: Lundir < kúlottusteik < bógvöðvi < mjaðmasteik < læristunga < hryggvöðvi < klumpur < ytrilæri < brisket < innanlærisvöðvi. Suðurýrnun við eldun var um 25%. Listería moinocytogenes mældist aldrei og öll sýni voru undir viðmiðum um örverufjölda. Þráabragð var almennt lítið eða ekki mælanlegt en eykst hlutfallslega meira með hækkandi inannvöðvafitu þegar líður á geymslutíma. Samkvæmt litmælingum er folaldakjöt svipað ljóst en aðeins rauðara og gulara en lambakjöt og blæbrigðamunur var milli vöðva. Eftir 14 daga í geymslu varð kjötið örlítið rauðara/gulara. Vöðvar sem nýtast sem heilir vöðvar af skrokk eru ekki nema 34,7% af heildarfallþunga. Vinnsluefni er 28,9% sem segir okkur að hlutfall þess sem er að jafnaði verið að nýta af fallþunganum er 63,6%. Hestakjöt hafi allt til brunns að bera til að vera selt sem hágæða kjötvara og ekkert ætti því að vera til fyrirstöðu að nýta betur þessa dýrmætu auðlind.

The main objective was to gather and disseminate information that will support marketing of equine meat. Meat and offals from three foals were analysed. Temperature was monitored in chiller and carcasses after slaughter and pH loggers were placed in the loin muscle (m. longissimus dorsi). Yield was measured by cutting the carcasses into muscles, triminngs, fat and bone the day after slaughter. Each muscle was cut into 4 parts.The first was used for measuring CIELAB L, a, b* colour. The second was analysed for nutritional value. The third was cooked and analysed for sensory properties and the fourth cooked and analysed for Warner Bratzler shear force and cooking loss. In addition, samples were submitted for analysis of bacterial numbers as well as Listeria bacteria. It took about 17 hours for the pH to drop in the loin muscles after slaughter and it took about 24 hours for the carcasses to reach chiller temperature of 5 ° C. Shear force analysis confirmed the tenderness of foal meat. Cooking loss was about 25%. Listeria monocytogenes was not detected, and all samples were within acceptable limits for microbial counts. Generally, rancid flavour was little or not detected but increased proportionally with increasing intramuscular fat and storage time. Foal meat is similar as or lighter but more reddish and yellow than lamb met and there are slight differences between muscles. After 14 days of storage, the meat became slightly redder / yellower. Whole muscles were only 34.7% of carcass weight. Meat trimmings were 28.9%. The total yield was therefore 63,5%. Foal meat is a high-quality meat product and there are opportunities to market as such, and also to develop new products from the trimmings.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla

Útgefið:

01/07/2018

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 025-11), Rannís

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla

Tilgangur verkefnisins var að aðlaga vinnslu að ofurkældu hráefni, til að tryggja einsleitni hráefnis með það að markmiði að bæta afurðargæði, auka nýtingu og lágmarka flakagalla. Í verkefninu var ný tegund af roðflettivél þróuð og síðan prófuð við raunaðstæður. Gerður samanburður á ofurkældu og hefðbundnu (ísuðu) hráefni. Ofurkælt hráefni er stífara en hefðbundið, og sama má segja um flök sem kæld eru eftir flökun til að tryggja pökkun í ferskar pakkningar við lágt hitastig, helst undir 0 °C. Hefðbundnar roðflettivélar hafa illa ráðið við slíkt hráefni en nýja vélin hefur þegar verið tekin í notkun og reynist vel. Samanburðartilraun var framkvæmd á milli ofurkældrar ýsu sem var sex daga gömul og hefðbundins hráefnis úr sama afla. Í framhaldi var gerð samanburðarrannsókn á þorsk, úr ofurkældu og hefðbundnu hráefni. Borin var saman nýting, flakagæði og -gallar ásamt afurðarskiptingu eftir niðurskurð í flakabita, ásamt því að skráðir voru hitaferlar við vinnslu í báðum hópum. Niðurstöðurnar voru mjög góðar fyrir ofurkælt hráefni, bæði hvað varðar gæði, nýtingu og hitastig á afurðum.

The purpose of the project was to customize processing of sub-chilled raw materials to ensure uniformity of raw materials with the aim of improving product quality, increasing utilization and minimizing fillet defects. A new skinning machine for demersal fish was designed and tested in this project, especially to work with sub-chilled raw material. Sub-chilled raw material is more rigid than traditional raw material and can withstand more handling and give better quality of the finished product. Sub-chilled raw material also provides lower product temperature in packed fresh fish production, at 0 °C or even below it. Traditional skinning machines have not been able to handle sub-chilled fillets. A comparative experiment with six-day old haddock where sub-chilled raw material were compared with traditional one, from same catch, were processed. Built on that outcome a follow-up, a comparative study of cod was processed with sub-chilled and traditional raw material. In both experiments a comparison of yield, fillets quality, fillets defects and temperature throughout the production into final packaging were recorded. The results were excellent in favour of sub-chilled raw material, both in terms of quality, yield and temperature of products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

By-products from whitefish processing / Hliðarafurðir frá bolfiskvinnslu

Útgefið:

01/07/2016

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Jónas R. Viðarsson

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

By-products from whitefish processing / Hliðarafurðir frá bolfiskvinnslu

Í þessari skýrslu eru teknar saman upplýsingar um nýtingu á mikilvægum bolfisktegundum við Ísland, gerð grein fyrir hvaða afurðir séu unnar úr því hráefni sem til fellur og möguleikar til aukinnar nýtingar á hliðarahráefni kannaðir. Skýrslan er unnin í tengslum við Norræna rannsóknarverkefnið “Alt i land” sem færeyska fyrirtækið Syntesa stýrir. „Alt i land“ er hluti af færeysku formannsáætluninni í norrænu ráðherranefndinni, en í því verkefni er núverandi nýting og möguleikar á að bæta nýtingu í bolfiskvinnslu í Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Íslandi kannaðir. Meginniðurstöður úr því verkefni sýna að nýting í bolfiskvinnslu á Íslandi er umtalsvert meiri en í hinum löndunum. Auk þess að gefa út þessa skýrslu, hefur Matís haldið tvo vinnufundi í tengslum við verkefnið, þar sem hagsmunaaðilar komu saman til að ræða um möguleg tækifæri til að auka nýtingu og verðmætasköpun í bolfiskvinnslu.

The objective of this report is to analyse the current utilization of the most important Icelandic whitefish species and identify possibilities for improving utilization of by-raw materials even further. The report is a part of a larger international project, called “Alt i land”, which is led by the Faroese company Syntesa. Alt i land is a part of the Faroese chairmanship programme at the Nordic Ministers of council. The objective of Alt i land is to study and compare utilisation in whitefish processing in Faroe Islands, Greenland, Norway and Iceland, and to suggest how utilisation can be improved in these countries. The main results from that project show that utilisation is much higher in Iceland than in the other countries. In addition to publishing this report, Matís has facilitated a series of workshops with selected stakeholders where potentials in increasing utilization have been discussed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hráefnismeðhöndlun í rækjuiðnaði / Raw material process in shrimp factories

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Haraldsson, Albert Högnason, Ásbjörn Jónsson, Minh Van Nguyen, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Hráefnismeðhöndlun í rækjuiðnaði / Raw material   process in shrimp factories

Rækjuvinnslur hafa náð miklum árangri í að bæta nýtingu á hráefni og hefur nýtingin farið úr um 20% í rúmlega 40% á rúmum tuttugu árum. Notkun á fjölfosfötum (e. „poly‐phosphate“ (PP)) hafa verið mikilvæg í þessu ferli, en þessi efni hafa verið notuð ásamt salti og sítrónusýru sem hjálparefni í ílagnarvökva við forvinnslu á rækjunni. Árangur við nýtingu hefur verið bestur við vinnslu á uppþíddu hráefni en nýting hefur verið umtalsvert lakari í ferskri rækju. Í rækjuvinnslu Kampa er fersk rækja flokkuð í tvo megin flokka; úthafsrækju og djúprækju sem veidd er í Ísafjarðardjúpi eða Arnarfirði. Úthafsrækja hefur gefið betri nýtingu en djúprækjan, sem er í flestum tilfellum smærri. Megintilgangur þessa verkefnis var að bera saman virkni þessara efna á uppþídda og ferska rækju til að bæta nýtingu fyrir seinni flokkinn. Sett var upp rannsókn til að mæla þyngdaraukningu með misjafnlega sterkum blöndum og mismunandi tíma á ferskri rækju. Þrjár tilraunir voru gerðar, sú fyrsta með bæði úthafsrækju og djúprækju, en tvær seinni með úthafsrækju eingöngu. Rannsóknir voru gerðar frá október 2011 til júní 2012. Niðurstöður þessara rannsókna bentu eindregið til þess að stytta þyrfti ílagnartíma ferskrar rækju miðað við uppþídda, en hefðbundin blanda gaf bestu raun. Í þessu verkefni stóð til að prófa snigilbúnað frá 3X Technology, Rotex, og bera saman niðurstöðu við hefðbundna aðferð Kampa, með 660 l. kerum. Ný og ódýrari aðferð kom til áður en þessi hluti rannsóknar var framkvæmdur og því ákveðið að hætta við þann hluta verkefnisins. Ákveðið var í staðinn að leggja áherslu á efnafræðilegar rannsóknir á upptöku PP efna og hvaða áhrif það hefði á nýtingu í rækjuvinnslu. Viðamiklar rannsóknir voru hafnar en umfang þeirra er meira en rúmast í litlu verkefni eins og þessu. Gera þarf því framhaldsrannsóknir til að ljúka þessu verki en þær niðurstöður sem fengust úr þessu verkefni eru góður grunnur fyrir áframhaldandi rannsóknir. Niðurstaða verkefnisins er bætt nýting við pillun á djúprækju og úthafsrækju, sem skilar u.þ.b. einu prósentustigi við vinnslu.

The shrimp industry has achieved great success in improving the utilization of raw materials with the yield going from about 20% to over 40% in just over twenty years. Use of polyphosphates (a „poly‐phosphate“ (PP)) has been important in this process, but these materials have been used along with salt and citric acid as an excipient in the preliminary raw material method for shrimp. Best result has been in processing defrosted (frozen raw material) material with lesser yield using fresh material (unfrozen raw material). Kampi shrimp factory are mainly using two types of fresh raw material, in‐fjord shrimp from Arnarfjordur and Isafjardardjup, and deep water shrimp from fresh‐fish trawler fishing north of Iceland. The in‐fjord shrimp is in general smaller than the deep‐ water shrimp. The main purpose of this project was to find a way to gain yield in processing the fresh material, and to transfer success in processing the defrosted shrimp to the fresh material. To do so a different strength of ingredients in pre‐maturing fluid in raw material method was used along with different time of maturing. The effect of this experience was recorded.   Three experiments were conducted, the first with both in‐fjord shrimp and deep water shrimp, but the latter two with deep water shrimp only. Studies were conducted from October 2011 to June 2012. Results of these studies indicated strongly that a shorter time should be used for fresh material to gain better yield, but traditional combination of ingredients for maturing blend gave the best result. The second objective of this project was to test Rodex equipment from 3X Technology for raw material processing and compare the results with the traditional method Kampi uses, with 660 l. tubs. Before the test was conducted a new and cheaper method was introduced to this market, making the Rotex equipment unrivaled in this business. The project management team then decided to cancel this part of the project and to focus instead on chemical absorption studies for PP materials and the impact it would have on the utilization of the shrimp. Extensive studies were begun, but their scope is more than can be accomplished in a small project like this one. An advanced project will be needed to complete this study but the attainment of this study is an important input for further research in this area. The yield in fresh shrimp processed in Kampi have improved for about two percentage point as a result of this project, by using different maturing method for the raw material.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Einar Matthíasson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Markmið verkefnisins er að leggja grunn að veiðum og vinnslu á öfugkjöftu og skapa grundvöll fyrir atvinnustarfsemi og aukinn vöxt sem byggir á nýtingu þessa fiskistofns. Rannsakaður var veiðanleiki og verðþróun á öfugkjöftu á Íslandi eftir mánuðum og árum. Einnig var nýting hráefnisins til vinnslu rannsökuð með það að markmiði að fullnýta hráefnið eins mikið og unnt er til þess að skapa sem mest verðmæti út úr hverju kg af öfugkjöftu sem berst að landi á Íslandi.

The aim of the project is to analyze and develop knowledge of catching and processing Megrim sole in Iceland and create value from the usage of the fish stock. The catching pattern of Megrim sole in Iceland was analyzed depending on years and months in order to recognize the catching pattern over a longer time period as well as the price development on the fishmarket in Iceland. The utilization in land processing of the fish was analyzed with the aim to develop a full utilization method in the land manufacturing process of the fish.

Skoða skýrslu
IS