Skýrslur

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countrie Executive Summary & Action Plan, Discussions and Conclusions, Overview of Opportunities Identified in the Report / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu – Samantekt, aðgerðaráætlun, umræður og ályktanir, og yfirlit yfir tækifæri

Útgefið:

01/12/2014

Höfundar:

Sigrún Elsa Smáradóttir, Lilja Magnúsdóttir, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Birgit Johannessen, Elísabet Kemp Stefánsdóttir, Birgitte Jacobsen, Unn Laksá, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Svein Ø. Solberg, Rólvur Djurhuus, Sofie Erbs-Maibing, Bryndís Björnsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Kjartan Hoydal, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Guðmundur Bjarki Ingvarsson, Amalie Jessen, Hörður G. Kristinsson, Daði Már Kristófersson, Nette Levermann, Nuka Møller Lund, Josephine Nymand, Ólafur Reykdal, Janus Vang, Helge Paulsen, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

The Nordic Council of Ministers Arctic Co-operation Programme, NKJ (Nordic Joint Committee for Agricultural and Food Research), AG-Fisk (Working Group for Fisheries Co-operation), SNS (Nordic Forest Research), NordGen (the Nordic Genetic Resource Centre) and Matis.

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countries / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu

Skýrslan dregur saman samantektarkafla, aðgerðaráætlun, umræður og ályktanir, og yfirlit yfir tækifæri úr lokaskýrslu verkefnisins Arctic Bioeconomy.

The report containes the executive summary, action Plan, discussions and conclusions and overview of opportunities identified in the final report of the project Arctic Bioeconomy.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Changes in visual and textural quality in the redfish species (Sebastes marinus) during different storage regimes / Tilraunir gegn blettamyndun í ferskum karfaflökum

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Heather Philp, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Anna Hjaltadóttir

Styrkt af:

AVS (V 11 019-11)

Changes in visual and textural quality in the redfish species (Sebastes marinus) during different storage regimes / Tilraunir gegn blettamyndun í ferskum karfaflökum

Fisktegundin Sebastes marinus eða karfi eins og hún er kölluð í daglegu tali var viðfangsefni þessa verkefnis þar sem markmiðið var að finna orsök og leysa það vandamál sem blettamyndun er á ferskum karfaflökum. Þessir blettir sem myndast á ferskum karfaflökum eru gulleytir og myndast innan fimm daga frá vinnslu flakanna, það skapar vandamál vegna flutningstíma þeirra og skerðir gæði þeirra vegna sjónrænna áhrifa. Rannsóknirnar sem voru framkvæmdar í verkefninu ná yfir þessa fimm daga sem tekur blettina að myndast. Í tilraunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir blettamyndunina var ferskum karfaflökum pakkað annars vegar í frauðplastkassa þar sem motta á botninum leysti út koltvíoxíð á meðan hinn hermdi flutningur átti sér stað og hins vegar var flökunum pakkað einu og einu í lofttæmdar umbúðir þar sem var einnig motta undir þeim sem hleypti út koltvíoxíði. Niðurstöðurnar voru þær að með þessum umbúnaði flakanna var komið í veg fyrir oxun lípíða í holdinu en bæði sjónræn áhrif og áferð flakanna versnuðu. Önnur tilraun var þá gerð þar sem karfi var blóðgaður um leið og hann var tekinn um borð í veiðiskipið og hann borinn saman við karfa sem kom óblóðgaður að landi (eins og venjan er) yfir fimm daga tímabil. Niðurstöðurnar urðu þær að blettirnir voru minna áberandi í fiskinum sem hafði verið blóðgaður um borð í veiðiskipinu. Lokaniðurstöður urðu þær að líklegur orsakavaldur þessara gulleytu bletta sem myndast á ferskum karfaflökum sé tengd niðurbroti á litarefnum sem innihalda járn s.s. blóðrauða og mýóglóbini.

The species Sebastes marinus, commonly known as redfish, is the subject of a series of experiments aimed at determining the cause and mitigation of the appearance of yellowish stains on the surface of processed fillets. These detract from the visual quality and occur within five days of processing, thus precluding their transport to customer by sea and reducing their potential value. An investigation of progression described the appearance of the staining over a five day period. An attempt to prevent the staining was carried out by packing the fillets in two forms of modified atmosphere, one where the fillets were maintained in standard boxes with the addition of carbon dioxide releasing pads, and one where the fillets were individually sealed in vacuum bags with carbon dioxide releasing pads. It was found that the packaging prevented oxidation of lipids in the muscle but the visual and textural quality was greatly reduced. A further investigation monitored the appearance of stains in fish that had previously been bled at sea. It was found that the yellowish stains were less apparent in the bled fish compared to those that had not been bled. In addition, the textural quality was again reduced suggesting this may be a most suitable method for improving the quality such that the fresh fillets may be transported by sea. It is proposed that the likely cause is related to the breakdown of ironcontaining pigments such as haemoglobin and myoglobin.

Skýrsla lokuð til 01.12.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vöruþróun á þurrkuðu fiskroði til manneldis / Product development of dried fish skin for human consumption

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 018-12)

Vöruþróun á þurrkuðu fiskroði til manneldis / Product development of dried fish skin for human consumption

Markmiðið með þessu verkefni var að stuðla að aukinni nýtingu hráefna frá bolfiskvinnslum með því að þróa matvöru úr verðlitlu eða verðlausu fiskroði. Gerð var viðskiptaáætlun fyrir þurrkað/bakað þorskroð sem selt yrði í matvörubúðum fyrir Íslendinga og einnig sem matarminjagripur fyrir ferðamenn. Þróuð var uppskrift og aðferð til að hægt væri að neyta þorskroðs sem nasl eða snakk svipað og Íslendingar neyta harðfisks. Gerðar voru bragðprófanir á roðinu og framkvæmd neytendakönnun. Niðurstaðan var að lokavara verkefnisins væri spennandi vara sem myndi höfða til fólks en þegar hennar væri neytt væri hún frekar þurr og óspennandi. Auk þess reyndist geymsluþol stutt.

The aim of this project was to increase the usage of raw materials from fish prosessing plants through the development of low price or worthless fish skin. A business plan was made for dried/baked fish skin to be sold in supermarkets in Iceland but also for fish skin as food souvenirs. A recipe was developed with a method to make it possible to consume dried fish skin as a snack like Icelandic people like to eat dried fish. The taste was tested and also how this product appeal to people. The result of the project was the final product was an exciting but when people tasted it they thougt it was rather dry an uninteresting. Furthermore the shelf life was short for this type of product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Coastal communities and coastal fisheries in the N-Atlantic (Kystsamfund): A summary report on conference proceedings

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Audun Iversen, Edgar Henriksen, Bengt Larson, Carl-Axel Ottosson, Henrik S. Lund, Durita Djurhuus, Auðunn Konráðsson, Tønnes Berthelsen, Heather Manuel, David Decker, Sveinn Agnarsson, Halldór Ármannsson, Staffan Waldo, Johan Blomquist, Max Nielsen, Hrafn Sigvaldason, Bjarni Sigurðsson

Styrkt af:

The Working Group for Fisheries Co-operation (AG-Fisk) of the Nordic Council of Ministers _ AG-fisk project 108-2014

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Coastal communities and coastal fisheries in the N-Atlantic (Kystsamfund): A summary report on conference proceedings

A conference titled “Coastal fisheries and coastal communities in the N-Atlantic” was held on September 27th 2014 in connection with the Icelandic Fisheries Exhibition www.icefish.is, which took place in Kópavogur, Iceland on September 25-27. The motivation for the conference is that coastal fisheries and coastal communities in the N-Atlantic are currently faced with numerous operational and social challenges, but at the same time new opportunities have arisen. Some of these challenges and opportunities are specific for each country and some are common for the area as a whole. The aim of the conferences was to identify these challenges and opportunities, and to discuss how they can be addressed on national and/or cooperative Nordic level. The conference was attended by fifty stakeholders from seven N-Atlantic countries. At the conference, representatives from Iceland, Norway, Sweden, Denmark, Faroe Islands, Greenland and Newfoundland had presentations on the coastal fishing sector and the coastal communities in their countries. They also deliberated on the future prospects of the traditional fishing villages, taking into consideration current trends and upcoming opportunities. These country profiles were followed by a presentation on a Nordic research project that is set to examine wages in the Nordic coastal sectors and to compare them with other professions. The last presentation of the conference was aimed at comparing operational environment in the coastal sector in Iceland and Norway, as Icelandic fishermen working in Norway introduced their experience in running their business in Norway as opposed to Iceland. The planned agenda included a presentation from the chairman of the Icelandic Regional Development Institute, which had intended to deliberate on the institute’s strategy to support regional development. But he unfortunately had to cancel with only few hours advance, which made it impossible to find a replacement. Following is a short summary of each presentation, but pdf versions and video recordings along with numerous other supporting material is available at the project’s web-page www.coastalfisheries.net.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukin verðmæti gagna / Increased value of data

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Páll Gunnar Pálsson

Styrkt af:

AVS (R 12-026)

Aukin verðmæti gagna / Increased value of data

Markmiðið með þessu verkefni var að koma með tillögu að gerð staðlaðra vörulýsinga fyrir íslenskar sjávarafurðir svo hægt væri að greina betur þær afurðir sem fluttar eru út. Nauðsynlegt er að allir séu með sambærilegan skilning á hugtökum sem notuð eru til að lýsa afurðum. Farið var yfir hvaða upplýsingar eru til er varða veiðar og útflutning og staða kortlögð, síðan var útbúinn orðskýringalisti með myndum. Sett var upp leið til að útbúa staðlaða aðferð til að búa til vörulýsingar og í framhaldi af því var hönnuð tillaga að því hvernig hægt er að auka upplýsingar um þær afurðir sem fluttar eru út.

The aim of the project was to standardize product description for Icelandic seafood products, as it is very important to have the possibility to analyze the export, value and quantity. Same understanding of the meaning of the words used is necessary. Information about catch and export were analyzed and a dictionary for the various products were made. A new idea for standardizing product description was introduced as well as a new system for registration of exported seafood products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ný lífvirk húðvara

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Hörður G. Kristinsson, Rósa Jónsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 012‐12)

Ný lífvirk húðvara

Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að einangra lífvirk efni úr þangi og þau þróuð yfir í hefðbundin andlitskrem með góðum árangri. Markmið þessa verkefnisins var að búa til nýja húðvöru sem inniheldur þessi nýju öflugu lífvirku efni með markvissa virkni gegn öldrun húðarinnar.   Í verkefninu var lokið við þróun á nýrri vöru, öflugu augnkrem sem er sérhannað til að vinna á húðinni í kringum augun og inniheldur m.a. lífvirk efni sem unnin eru úr íslenskum sjávarþörungum (Fucus vesiculosus) ásamt öðrum mjög öflugum og virkum sérvöldum innihaldsefnum, augnkremi sem hefur verið nokkuð vel tekið og þykir hafa góða virkni.  

In the past years, new methodsto isolate bioactive ingredientsfrom seaweed have been developed and used for cosmetic day cream with good results. In this project a new cosmetic product was developed.   This product is a bioactive ultra rich eye cream that is designed and developed to aid in the maintenance of the skin around the eyes. Among its carefully selected and effective constituents are bioactive ingredients, which are extracted from Fucus vesiculosus harvested on the clean shores of Iceland. The product has received good remarks and got positive remarks.

Skýrsla lokuð til 01.11.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Hörður G. Kristinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís ‐ RAN090915‐1790

Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum

Markmið verkefnisins var að þróa og setja upp nýjan vinnsluferil til að framleiða hágæða lífvirkar surimiafurðir úr vannýttu og ódýru hráefni. Það er mikill skortur á hágæða surimi í heiminum og einnig mjög vaxandi eftirspurn eftir afurðum með lífvirkni og heilsubætandi áhrif. Því er mikið tækifæri núna fyrir Ísland að hasla sér völl á þessum markaði. Í verkefninu var ferillinn hámarkaður og eiginleikar afurðarinnar mældur og staðfestur af viðskiptavinum. Nýjar aðferðir og blöndur voru þróaðar til að framleiða nýja afurð, lífvirktsurimi, með áherslu á vörursem geta stuðlað að bættri heilsu neytenda. Nú er því mögulegt að setja í gang surimiframleiðslu sem getur leitt af sér fleiri störf, aukinn fjölbreytileika í framleiðslu sjávarafurða á Íslandi og aukningu gjaldeyristekna.

The overall objective of this project was to develop and commercialize a highly novel protein recovery process to produce high value and high quality bioactive surimi and surimi seafood products from low value and underutilized Icelandic raw materials. On world bases, there is a need for high quality surimi and furthermore an increasing demand for bioactive and “health‐ promoting” products. In the project the process was optimized, product properties measured and confirmed by future byers. It´s now possible to start production in Iceland on bioactive surimi that will lead to increased value, more jobs and diverse new products from the Icelandic fishing industry.

Skýrsla lokuð til 01.11.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara (Saccharina latissima)

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Símon Sturluson

Styrkt af:

AVS (V11 002‐11)

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara (Saccharina latissima)

Í þessari skýrslu er greint frá öflun upplýsinga um aðferðir til meta helstu gæðaþætti hráefnis, vinnslu og verkun beltisþara og stýringu á þeim til manneldis. Sýnataka og mælingar á hráefni og unnum vörum voru síðan framkvæmdar til að prófa og meta viðkomandi aðferðir. Skýrslan er hluti af verkefninu Þróun matvara úr beltisþara sem hefur það að markmiði að öðlast þekkingu og færni við meðhöndlun og vinnslu beltisþara og sýna fram á möguleika á verðmætasköpun úr honum.

Methods were evaluated for measuring the main quality indicators of sugar kelp (Saccharina latissima) as raw material for food applications.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla hráefnis frá norðanverðum Vestfjörðum / Production of raw material from North Westfjords

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnsla hráefnis frá norðanverðum Vestfjörðum / Production of raw material from North Westfjords

Um 10 þúsund tonn af hráefni er flutt frá norðanverðum Vestfjörðum til vinnslu annars staðar. Mest af þeim afla er flutt óslægt og því er það ekki bara flökunarvinnsla sem fer á mis við hráefni heldur jafnframt aðilar sem framleiða vöru úr aukaafurðum, t.d. hausaþurrkun og lifraframleiðendur. Hugmyndin um að skylda aðila til að slægja og hugsanlega hausa afla er því freistandi.   Niðurstaða þessa verkefnis er hins vegar sú að slíkt sé mjög óhagkvæmt og heildaráhrifin verði neikvæð. Í fyrsta lagi eru slægingarstuðlar á Vestfjörðum með þeim hætti að útgerðir myndu tapa kvóta með slægingarskyldu. Í öðru lagi eru kaupendur sunnanlands, sem vinna ferskan fisk í flug, tilbúnir að greiða aukalega um 20 kr/kg fyrir fisk sem nær flutningabílum sem aka afstað kl. 15:00 samkvæmt áætlun. Ef fiskur er slægður eftir löndun er útlokað að koma þeim afla í þennan flutning og bíður sá fiskur flutnings þangað til daginn eftir. Fiskur sem fer beint í flutning er komin í vinnsluhús á suðvestur svæðinu um kl. 04:00  og er búið að slægja hann fyrir vinnslu sem hefst kl. 07:00. Fiskurinn er síðan tilbúinn í flug sem í sumum tilfellum fer um hádegisbil frá Keflavíkurvelli. Hér er því um hagkvæmt fyrirkomulag að ræða sem hámarkar verðmætasköpun í sjávarútvegi á Íslandi.

About 10 thousand tons of whole round fish are trucked from northern Westfjords to fish processors in south/west region of Iceland. Most of the fish is exported un‐gutted and therefore it is not just the filleting factories missing raw materials, but also those producing side product like cod heads drying and liver canning. The concept idea of this project was to force vessels owners and fish markets to head and gut the fish before trucing and looked like a tempting idea. However, the outcome of this work is that this would be inefficient and the overall effect will be negative. Firstly, the gutting standard given by the Icelandic authority is 16% but the average radio in Westfjords is only 12%, so the vessel owners would lose the difference in quota.    Secondly the customers in the south/west are willing to pay extra 20 kr/kg for fish reaching the scheduled truck leaving the area at 15:00. If the fish would be headed or/and gutted it would not be ready for trucking, and be leaving the day after. Fish going straight from vessel at the harbor for trucking will be delivered in a fish plant in the south west at around 04:00 following morning. It will be ready for filleting at 07:00 and can be exported by airfreight around noon.   Here is an advantageous arrangement case that maximizes value for the fisheriesin Iceland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Rannsóknir á ofurkælingu botnfisks / Research of superchilling of whitefish

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Hólmfríður Sveinsdóttir

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Rannsóknir á ofurkælingu botnfisks / Research of superchilling of whitefish

Fimm rannsóknir voru gerðar af rannsóknarteymi (ofurkælingateymi) sumarið 2014 til að prófa áhrif ofurkælingar á vinnslu‐  og afurðargæði hvítfisks. Þetta verkefni var byggt á erlendum vísindarannsóknum á ofurkælingu, sem unnar voru í rannsóknarstofum, en rannsóknir ofurkælingateymis voru unnar við vinnsluaðstæður. Niðurstaða rannsóknarteymis benda til enn meiri virkni en þær grunnrannsóknir sem byggt var á.   Helstu niðurtöður voru að með ofurkælingu strax eftir blóðgun og slægingu er hægt að tefja dauðastirðnun umtalsvert, en engir skemmdaferlar hefjast fyrr en henni lýkur. Þekkt er að helstu ástæður fyrir losi er hröð dauðastirðnun þar sem holdið rifnar með snöggum samdrætti sem togast á við beinagarð fisksins. Fiskur er 800 sinnum viðkvæmari en kjöt og því þolir hann mjög illa allt hnjask við meðhöndlun. Niðurstöður rannsókna ofurkælingarteymis sýna að við ofurkælingu stífnar holdið án þess að frjósa og þolir mun betur alla meðhöndlun, t.d. flökun, roðflettingu og snyrtingu. Ekki er aðeins um útlitsmun að ræða á ofurkældum flökum miðað við hefðbundin heldur var hlutfall þeirra sem fóru í dýrustu pakkningar umtalsvert meiri. Tilraun var gerð hjá Íslandssögu á Suðureyri og niðurstaðan var að aukið verðmæti vegna ofurkælingar var um 900 þúsund krónur á dag. Við vinnslu á ofurkældum flökum í ferskfisk útflutning skiluðu þau sér í pakkningar við ‐0,8 °C meðan hefðbundin vinnsla var við +2 til +5°C. Frysting á hluta af vatni í flökum (5‐30%) byggir upp mikla kæliorku sem viðheldur lágu hitastigi í gegnum alla vinnslu (flökun, roðrif og snyrtingu).   Niðurstöður rannsóknarteymis eru að með ofurkælingu um borð í veiðiskipi niður í  ‐1°C strax eftir blóðgun og slægingu verður notkun á  ís óþörf við geymslu í lest og lager í landi. Lest og kæliklefar verða keyrðar á ‐1°C sem dugar til að viðhalda ofurkælingu í langan tíma. Prófað var að geyma þorsk við þessar aðstæður í átta daga og niðurstöður rannsókna sýndu gæði hans við vinnslu hjá Fisk Seafood voru mikil og betri en með hefðbundinni vinnslu.

Five studies were conducted by a research team (superchill‐team) in the summer of 2014 to test the effects of superchilling on production and quality of whitefish. This project was based on published studies on superchilling, conducted in laboratories, but the superchill‐team conducted their study at industrialized conditions.   Conclusion of the research team suggests greater functionality than the scientific researches it was based on.   The main conclusion are that super‐chilling right after bleeding and gutting can significantly delay rigor mortis, but no spoilage take place before that process. It is well known that the main reasons for gaping in fish fillets are the contraction and relics causing by rigor mortis. Fish is 800 times more sensitive than meat, so it is perishables against handling in processing lines, like filleting, skinning and trimming.  One finding in these research is that by super chilling the fish before the process, the flesh is more stiff without being frozen, and can withstand handling in processing much better. The super chilled product is not only looking better compared to the traditional product, but the proportion of more valuable products were significantly higher.   A research made in the freezing plant Icelandic Saga in Sudureyri, gave a result were increased value due to super cooling was about 900 thousand ISK per day. In the same trial a temperature for fresh packed fillets for the British market, the product temp for super chill were  ‐0,8°C, but the traditional product were packed at +2 to +5 ° C. Freezing part of the water content of the fish, around 5‐30%, builds up a massive cooling energy that keeps low temperatures throughout the processing (filleting, skinning and trimming).   Results of the research team were thatsuper‐cooling fish on board a fishing vessel, down to ‐1°C immediately after bleeding and gutting make the use of ice in fish hold redundant.  The fish hold need to be run at ‐1 ° C which is sufficient to maintain the super‐cooling for a long time. The research team kept whole cod without ice for eight daysin container and ‐1°C, with exigent result and extremely good quality of product, significant better than the traditional process.

Skýrsla lokuð til 01.11.2016

Skoða skýrslu
IS