News

Nýjar lausnir fyrir áskoranir framtíðar

Contact

Anna Berg Samúelsdóttir

Project Manager

annab@matis.is

Nýjar lausnir fyrir áskoranir framtíðar – Sérfræðingar NATALIE verkefnisins heimsækja Ísland

Dagana 19.–22. maí mun hópur sérfræðinga úr alþjóðlega rannsóknarverkefninu NATALIE heimsækja Ísland. Sérfræðingarnir starfa á sviði náttúrumiðaðra lausna (e. Nature-Based Solutions, NBS) og fjármögnunar þeirra. Heimsóknin er einstakt tækifæri fyrir alla sem starfa með umhverfismál og loftslagsaðlögun til að kynnast nýjustu lausnum sem miða að því að auka viðnámsþol samfélaga gegn áhrifum loftslagsbreytinga.

Á vinnufundi með hagaðilum, sem haldinn er á Reyðarfirði, miðvikudaginn 21. maí verður farið yfir helstu niðurstöður verkefnisins hingað til, auk þess sem rætt verður um næstu skref í framhaldi verkefnavinnunnar.

Austurland leiðandi á norðurslóðum

Ljósmynd: Páll Guðmundur, Reyðarfjörður

Í janúar 2024 tók Matís við forystu í tilviksrannsókn NATALIE fyrir norðurslóðir (CS7 – Arctic Case Study), og tók þar með við hlutverki Noregs sem rannsóknarsvæði. Við þessar breytingar komu inn í verkefnið sjálfseignarstofnunin Austurbrú og íslenska nýsköpunarfyrirtækið GreenFish sem samstarfsaðilar Matís, og Austurland var skilgreint sem rannsóknarsvæði verkefnisins.

Áhersla rannsóknarinnar er að meta hvernig náttúrumiðaðar lausnir geti stutt við sjálfbærni og stjórnun strandsvæða Austurlands. Svæðið býr yfir fjölbreyttum áskorunum sem tengjast loftslagsbreytingum, m.a. hættu á aurskriðum, snjóflóðum, hækkandi sjávarstöðu og þörungablómgun sem hefur áhrif á vatnsgæði og lífríki fjarðanna.

Samstarf hagsmunaaðila lykilatriði

Í júní 2024 var haldin vinnustofa með helstu hagsmunaaðilum á Austurlandi þar sem verkefnið var kynnt og farið yfir helstu áskoranir svæðisins. Þá var jafnframt unnið að greiningu á mögulegum lausnum til að styrkja samfélögin gegn náttúruvá og veðurröskunum.

Vinnustofan skapaði mikilvægan vettvang til að kynna hugtakið náttúrumiðaðar lausnir og hvernig þær geta stuðlað að sjálfbærni og eflt viðnámsþol og samfélaga.

  • Greining á helstu áskorunum af völdum veðurraskana og áhrifum þeirra á Eskifirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði.
  • Áskoranir og áhættuþættir metnir með tilliti til náttúrumiðaðra lausna.
Ljósmynd: Páll Guðmundur, Seyðisfjörður

Helstu áherslur rannsóknarinnar út frá niðurstöðum

  • Greining á vatnsgæðum og þróun stafræns kerfis, spálíkans byggðu á gervihnattamyndum (Sentinel-2) til að fylgjast með hitastigi sjávar, næringarefnum og chlorophyll-magni í fjörðunum.
  • Hönnun notendaviðmóts sem birtir áhættustig þörungablóma og upplýsingar um vatnsgæði, til að styðja við gagnadrifnar ákvarðanir hagsmunaaðila. Greining á náttúrumiðuðum lausnum til innleiðingar unnin í samráði við hagsmunaaðila verkefnisins.
  • Innleiðing náttúrumiðara lausna unnin í samstarfi við hagsmunaaðila.

Nýsköpun í gagnavinnslu og líkanagerð

Mikil áhersla hefur verið lögð á þróun tæknilegra lausna sem auðvelda ákvarðanatöku og veita yfirsýn yfir stöðu umhverfisins.

  • Keðjuverkunarlíkan náttúruhamfara (e. Cascading Failure Model) hefur verið þróað til að meta hvernig náttúruhamfarir og veðurraskanir geta haft keðjuverkandi áhrif á innviði samfélaga, svo sem heilbrigðisþjónustu, hafnir og fiskeldi.
  • MCDA-GIS greiningaraðferð (Multi-Criteria Decision Analysis með samþættingu landupplýsingakerfa) er notuð til að meta hættu á aurskriðum og kortleggja svæði þar sem náttúrumiðaðar lausnir geta skilað mestum árangri.
  • Ljósþyngdarreiknir (LightGBM) hefur verið nýttur til að þróa nákvæmt líkön sem flokka alvarleika þörungablóma, byggt á viðmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).
  • Notendaviðmót á vef er í þróun sem mun veita daglegar uppfærslur um áhættustig þörungablóma og vatnsgæði, sem styrkir bæði vöktun og viðbragðsgetu.
Ljósmynd: Lilja Sigríður, Reyðarfjörður

Alþjóðlegt samstarf og öflug fjármögnun

NATALIE verkefnið nýtur 15 milljóna evra (um 2,2 milljarða ISK) styrks frá Horizon Europe og stendur yfir í fimm ár, ágúst 2023 – 2028. Verkefnið sameinar 45 samstarfsaðila frá 13 löndum, með það að markmiði að þróa og sannreyna náttúrumiðaðar lausnir sem auka viðnámsþol samfélaga gagnvart loftslagsbreytingum og veðuröfgum.

Yfirumsjón verkefnisins er í höndum International Office for Water (OiEau) í Frakklandi.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimsíðu þess en einnig á Matís website. Jafnframt er hægt að hafa beint samband við verkefnastjóra verkefnisins Önnu Berg Samúelsdóttur, annab@matis.is

Forsíðumynd: Jessica Auer, Fjarðarbyggð

News

Ert þú grænkeri? Viltu taka þátt í umræðum fyrir þróun fæðubótarefna með B12 vítamíni?

Við hjá Matís leitum eftir fólki til að taka þátt í umræðum um fæðubótarefni tengdum nýju rannsóknarverkefni sem stýrt er af sérfræðingum Matís og er styrkt af Matvælasjóði.

Tilgangurinn með umræðunum er að fá upplýsingar um notkun á fæðubótarefnum og innsýn í viðhorf til fæðubótarefna með áherslu á B12 vítamín. Þátttaka felst í að taka þátt í umræðum sem tengjast fæðubótarefnum í litlum hópi (6-8 manns) og verður umræðunum stýrt af starfsmanni Matís. Í umræðunum verða þátttakendur spurðir út í notkun og viðhorf þeirra með áherslu á B12 vítamín.

Þátttaka felst í að mæta í Matís, Vínlandsleið 12 Grafarholti. Gert er ráð fyrir að umræðurnar taki að hámarki tvo tíma. Þátttakendur fá afhent 7.000 Kr. gjafabréf eftir umræðurnar.

Umræðurnar verða teknar upp og unnið verður úr niðurstöðum samkvæmt aðferðafræði fyrir eigindlegar rannsóknir. Nöfn þátttakenda, eða aðrar persónuupplýsingar, munu hvergi koma fram í túlkun niðurstaðna, skýrslum, greinum eða öðru efni þar sem fjallað verður um rannsóknina. Vinnsla gagna verður í samræmi við persónuverndarlög.

Samsetning einstaklinga í umræðuhópnum fer eftir ákveðnum bakgrunnsþáttum og fæðuvali.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt smellir þú á tengilinn hér að neðan sem vísar á stuttan spurningalista með spurningum tengdum þátttökuskilyrðum. Ef þú uppfyllir skilyrði fyrir þátttöku verður þú beðin/beðinn/beðið að gefa upp nafn, símanúmer og tölvupóstfang í lok spurningalistans. Þá verður fljótlega haft samband við þig með boði um þátttöku, og þá færðu nánari upplýsingar varðandi skipulag og tímasetningu umræðanna.

The conditions for participation are as follows:

  • Að vera á aldrinum 25-75 ára
  • Að taka inn fæðubótarefni og/eða vítamín reglulega (a.m.k. 2-3 sinnum í viku)
  • Að vera á jurtafæði eða grænkerafæði (vegan)
  • Að vinna ekki við neytenda- eða markaðssrannsóknir, markaðssetningu, líftækni, matvælaframleiðslu, -rannsóknir eða -þróun.

Hér er tengill framangreindan spurningalista:

News

The Launch of MeCCAM: An EU-funded Project to Mitigate and Adapt European Fisheries to Climate Change Impact

The Launch of MeCCAM: An EU-funded Project to Mitigate and Adapt European Fisheries to Climate Change Impact 

The 1st of Maymarked the official launch of MeCCAM (Measures for Climate Change Adaptation and Mitigation in European Fisheries). MeCCAM is a four-year project aimed at equipping the European fisheries sector with innovative, science-based solutions to adapt and mitigate climate change. Coordinated by Sjókovin in the Faroe Islands, the project brings together 16 partners from 9 European countries. The project is funded by Horizon Europe with a total budget of EUR 4.5 million. 

Over the next four years, MeCCAM partners will develop, implement, and recommend mitigation and adaptation solutions to reduce the environmental impact and increase the resilience and sustainability of the European fisheries sector. Solutions will lower fuel consumption, improve harvest quality, optimize output composition, utilize side-streams, and explore new market opportunities. The goal is to support carbon neutrality and enhance the adaptive capacity of seafood value chains across Europe.  

The solutions are designed to respond to a broad range of challenges faced across Europe – from the Northeast Atlantic to the Mediterranean – covering large- to small-scale fisheries. The project will deliver outcomes in the following key areas: 

Sustainable Fisheries for a Changing Climate 
MeCCAM will advance innovative fishing gears and decision support tools that help reduce environmental impact, improve fuel efficiency, and optimise fishing strategies, while ensuring economic viability. A mobile app for catch registration will enable fishers to respond in real-time to changes in species distribution caused by warming waters. 

Science-Driven Tools for Smarter Decisions 
Digital innovation is key in MeCCAM. The project will evaluate an environmental accounting software and deliver data-driven tools and best practices to support smarter, climate-resilient decision-making throughout the fisheries value chain. 

Collaboration for Lasting Impact 
Bringing together industry stakeholders, scientists, and policymakers, MeCCAM will foster cross-sector collaboration to ensure that its results are both practical and impactful. Training materials and policy briefs will support the integration of climate adaptation and mitigation strategies into long-term fisheries management. 

MeCCAM solutions will be implemented and demonstrated in six regional case studies, including the Northeast Atlantic, North Sea, Bay of Biscay, Iceland, Cyprus, and Greece. These have been strategically selected to reflect the variety of challenges faced by European fisheries—from industrial pelagic and demersal operations to small-scale fisheries. They include both data-rich and data-poor regions with differing levels of adaptive capacity.  

With climate change posing increasing risks to marine ecosystems and coastal communities, MeCCAM is a timely and vital step toward securing a sustainable future for European fisheries. 

News

Vel heppnuð heimsókn til Mto wa Mbu í Tansaníu

Children's nutrition improved with Icelandic formula and teacher training at Bandari School

Children and women in Africa are most at risk of malnutrition with serious consequences. One type of malnutrition is caused by a lack of vitamins and minerals that are essential for the body to function efficiently

It is important to respond to this and the aim of the project “VAXA ACTION Impact Nutrition Program in Tanzania” is to support improved nutrition and education on nutrition and hygiene. The Sustainable Development Goals Partnership Funds supports the project.

Crystal Riedemann, VAXA, meets with parents of children at the Bandari School

The project „VAXA ACTION Impact Nutrition Program in Tanzania“ is led by VAXA Technologies Iceland, which has developed a vitamin and mineral-rich blend from Icelandic Ultra Spirulina, which is intended to be tested and used to improve the nutritional status of children at the Bandari School in Mto wa Mbu. The project is carried out in collaboration with Matís, which has adapted teaching materials on hygiene and nutrition to circumstances and needs of supervisors and teachers at Bandari School. The project is also being carried out in collaboration with Óskar Örn Óskarsson, a pediatrician, who will monitor the effects on health and well-being of the children during the project.

Children in the canteen of Bandari School

In end of February 2025, partners from VAXA Technologies Iceland, Matís and Óskar, visited the school in Mto wa Mbu with the aim of getting to know Bandari School better and conducting measurements to assess the health and well-being of children at the school aged 6-12, as well as educating and training Bandari School staff on nutrition and hygiene.

Óskar Örn Óskarsson pediatrician, conducts measurements

The project partner in Tanzania is The Bandari Project (a non-profit organization) who are already working to break the cycle of poverty by providing educational opportunities to impoverished children and women in Mto wa Mbu, Tanzania. Students at Bandari School are children from some of the most disadvantaged families in the region, and very often the meals the children receive at the school are the only nutrition they receive. Therefore, it is very important that the meals are as nutritious as possible and a project like VAXA ACTION Impact Nutrition Program in Tanzania is greatly needed.

Lunch at the Bandari School

In collaboration with the children´s parents, health personel in Mto wa Mbu, and the staff at Bandari School, the health and well-being of around 150 children was assessed, and six teachers at the school received education and training in the dissemination of nutrition and hygiene.

Margeir Gissurarson, Matís, educates teachers about nutrition and hygiene

It was clear that the personel at Bandri School carried out their work with great ambition and dedication. The children at the school were generally very happy and it was clear that there was trust and good relationship between them and the school staff.

News

Starfsstöð Matís í Neskaupstað

Matís rekur öfluga starfsstöð í Neskaupstað þar sem unnið er bæði við þjónustumælingar sem og að rannsóknum og nýsköpun í matvælaframleiðslu.

Starfsstöðin í Neskaupstað sinnir fjölbreyttri þjónustu, þar sem við metum meðal annars gæði og ferskleika sjávarafurða og annarra hráefna sem fara til matvælaframleiðslu. Við þjónustum m.a. sjávarútveginn, fyrirtæki í matvælaframleiðslu, álframleiðslu, heilbrigðiseftirlit og fleiri aðila sem treysta á faglega greiningarþjónustu. Að sama skapi standa dyrnar opnar fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á samstarfi, stóra sem smáa, og leggjum við okkur fram um að styðja við nýsköpun, vöruþróun og gæðamál í atvinnulífinu.

Við leggjum jafnframt  áherslu á að styðja við verðmætasköpun í sjávarútvegi og annarri matvælaframleiðslu með því að þróa nýjar lausnir og afurðir, bæta gæði og tryggja öryggi matvæla. Verkefnin okkar eru unnin í samstarfi við fyrirtæki, sveitarfélög, háskóla og aðra hagaðila, bæði á landsvísu og alþjóðavettvangi.

Það skiptir gríðarlega miklu máli að Matís sé með starfsstöð á Austurlandi. Nálægðin við fyrirtækin á svæðinu styrkir tengslin við atvinnulífið og eykur aðgengi þeirra að rannsókna- og greiningaþjónustu. Með því að byggja upp öfluga þekkingarstarfsemi í heimabyggð skapast ný tækifæri fyrir ungt fólk, stuðlað er að fjölbreyttari atvinnu og aukinni nýsköpun á svæðinu. Þannig leggur Matís sitt af mörkum til að efla byggð á landsbyggðinni.

News

Málþing Matís 2025

13. maí, 2025, 9:00 – 12:30 | Norðurljósasalur Hörpu

Aðalfyrirlesari:

Bente Torstensen, forstjóri Nofima, norsku rannsóknarstofnunarinnar á sviði matvæla, sjávarútvegs og fiskeldis

Board of Directors: Bergur Ebbi

Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinu streymi hér:

Agenda

09:00Presentation of the moderator – Bergur Ebbi
09:05Opnunarávarp atvinnuvegaráðherra – Hanna Katrín Friðriksson
09:15Address of CEO Matís – Oddur M. Gunnarsson
09:22Getum við dregið úr upplýsingaóreiðu í tengslum við matvæli? – Þóra Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís
09:29Neysla gjörunninna matvæla á Íslandi – hvað vitum við?
– Steina Gunnarsdóttir, Ph.D nemi hjá Háskóla Íslands
09:36Í upphafi skal endann skoða – þróun þarmaflóru  – Agnes Þóra Árnadóttir Ph.D. nemi hjá HÍ og Matís
09:43Lagt á borð fyrir neytendur framtíðar – Kolbrún Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís
09:50Neytendahegðun – Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís
09:57Matvælaöryggi og gagnagrunnar – Natasa Desnica, fagstjóri Matís
10:04Heilsa og sjálfbærni: Það er hættulega auðvelt að gabba neytendur – Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild HR
10:11Panel discussion: Consumers
– Gréta María Grétarsdóttir
– Valdimar Sigurðsson
– Þóra Valsdóttir
10:30Coffee break | Presentation of small producers
10:45Matþörungar í matinn? – Rósa Jónsdóttir, professional manager at Matís
10:52Hvaða máli skiptir innlent korn fyrir neytendur? – Eiríkur Blöndal, Bóndi á Jaðri í Bæjarsveit
10:59Matarsóun á Íslandi – Bergdís Helga Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun
11:06Kjötneytendur framtiðar – Eva Margrét Jónudóttir, verkefnastjóri hjá Matís
11:13Nýprótein og neytendur: hreinasta martröð eða þjóðhagslegir hagsmunir – Birgir Örn Smárason, specialist manager at Matís
11:20Circular food systems – challenges and solutions – Bente Torstensen, Nofima, CEO
11:35Panel discussionr: Stefnumótun í rannsóknum neytenda og matvæla
– Bente Torstensen
– Eiríkur Blöndal
– Bergdís Helga Bjarnadóttir
– Salvör Jónsdóttir

Smáframleiðendur sem kynna vörur sínar í kaffihléi:

  • Kemuri
  • Dalalaukur

Hér eru myndir af málþinginu, ljósmyndari Anton Brink:

News

Íslenskir skólar hafa tækifæri á að sækja um ProBleu styrk

Matís og verkefnið BioProtect vekja athygli á að íslenskir skólar hafa tækifæri til að sækja um Pro Bleu styrk:

Styrkur: ProBleu funding call

ProBleu hefur það að markmiði að efla skóla samfélag í Evrópu (Network of European Blue Schools) með því að bjóða allt að 7.500 evrur í styrk til verkefna sem varða aukinn skilning á vatni og hafi. Umsóknir skulu berast fyrir 23. maí, klukkan 17:00 CET.

Hvað er ProBleu? 

ProBleu styður við skóla sem eru í fararbroddi við að kenna krökkum um verndun hafs og ferskvatns. Á næstu þremur árum mun ProBleu bjóða að minnsta kosti 100 skólum styrki fyrir spennandi verkefni. Skólar geta fengið allt að 7.500 evrur í styrk fyrir verkefni sem standa yfir í allt að ár.

Hverjir geta sótt um styrkinn

ProBleu styrkurinn er sérstaklega ætlaður skólum í löndum sem eiga fulltrúa í Blue Schools samfélaginu: Austurríki, Belgíu, Danmörku, Þýskalandi, Íslandi, Írlandi, Kosovo, Lúxemborg, Möltu, Svartfjallalandi, Noregi, Slóveníu og Úkraínu. Það kemur þó ekki í veg fyrir að önnur lönd geti sótt um styrkinn.

Hér er hægt að finna allar nánari upplýsingar:

News

Doktorsvörn í  matvælafræði – Clara Jégousse

Þriðjudaginn 1. apríl 2025 ver Clara Anne Thérèse Jégousse doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Örverusamfélög á Íslandsmiðum rannsökuð með víðerfðamengja raðgreiningum. Exploration of microbial communities from Icelandic marine waters using metagenomics.

Doktorsvörnin fer fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands klukkan 13:00 til 16:00.

Andmælendur eru dr. Alexander Sczyrba, prófessor við Bielefeld University, Þýskalandi, og dr. Ian Salter, rannsóknastjóri við Havstovan – hafrannsóknastofnun Færeyja.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Viggó Þór Marteinsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild og fagstjóri hjá Matís. Auk hans var dr. María Guðjónsdóttir, prófessor við sömu deild og verkefnastjóri hjá Matís, meðleiðbeinandi og í doktorsnefnd sátu dr. René Groben, verkefnastjóri hjá Matís, dr. Pauline Vannier, lektor við Université de Toulon, og dr. Arnar Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.

Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Abstract

Örverur gegna  lykilhlutverki í því að viðhalda heilbrigði og fæðukerfi hafsins og við að stýra næringarefnahringrás hafsins. Við Íslandsstrendur, þar sem heitir Atlantshafsstraumar og kaldir norðurskautsstraumar mætast, myndast einstakt umhverfi og lífríki sjávar. Þó svo að rannsóknir hafi staðið yfir á frumframleiðni frá miðju síðustu aldar með aðstoð smásjáa og gervitunglmynda hafa rannsóknir á flokkunarfræði örvera á umhverfiserfðamengjum í íslenskri lögsögu verið takmarkaðar. Meginmarkmið doktorsrannsóknarinnar var því að skoða hvaða tegundir örvera finnast í íslenskri lögsögu, í hvaða hlutföllum, hvert hlutverk þeirra er í vistríki sjávar og hvaða umhverfisþættir hafa áhrif á dreifingu þeirra.

Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru að nauðsynlegt er að kanna örveruflóru hafsins allt árið um kring og einnig mismunandi dýpi. Niðurstöðurnar afhjúpa samhengi örverusamfélaga og umhverfisþátta og leggja grunn að frekari rannsóknum. Opin gögn úr þessari rannsókn mynda viðmið fyrir frekari rannsóknir á vistfræðilegum ferlum og sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins við Ísland á tímum hnattrænna loftslagsbreytinga.

News

Þjónustugátt Matís

Allar niðurstöður á einum stað!

Matís býður viðskiptavinum sínum nú upp á þjónustugátt þar sem hægt er að nálgast allar niðurstöður mælinga á einum stað. Með þjónustugátt Matís fær viðskiptavinurinn góða yfirsýn yfir allar mælingar á sýnum sem hann hefur sent til Matís.

Aðgengi að niðurstöðum er einfalt og þægilegt; notandinn sér nýjustu mælingarnar og getur síað eftir t.d. dagsetningu, tímabilum og efnisorðum. Einnig er hægt að taka út gögnin í excel skrá.

Fyrirtækjaaðgangar – allt að fimm notendur geta haft aðgang innan hvers fyrirtækis.

Þjónustugátt Matís – Allt á einum stað:

Ert þú í viðskiptum við mæliþjónustu Matís og vilt fá aðgang að þjónustugáttinni. Skráðu þig í gáttina með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan:

News

Fiskeldisseyra í áburð – Tækifæri, takmarkanir og tæknilausnir

Contact

Hildur Inga Sveinsdóttir

Project Manager

hilduringa@matis.is

Þriðjudaginn 11.mars næstkomandi býður Matís upp á málstofuna „Fiskeldisseyra í áburð – Tækifæri, takmarkarnir og tæknilausnir“ í höfuðstöðvum sínum Vínlandsleið 12 kl. 13:00 – 15:00.

Málstofan er haldin í tengslum við verkefnið Accelwater sem styrkt er af H2020, rammaáætlun ESB um rannsóknir og nýsköpun.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Inga Sveinsdóttir (hilduringa@matis.is).

EN