Skýrslur

The effects of insulated tub depth on the quality of iced Atlantic cod / Áhrif dýptar einangraðra kera á gæði ísaðs þorsks

Útgefið:

01/04/2018

Höfundar:

Rúnar Ingi Tryggvason, Magnea Karlsdóttir, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 17 016-17), Technology Development Fund (164698-1061)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The effects of insulated tub depth on the quality of iced Atlantic cod / Áhrif dýptar einangraðra kera á gæði ísaðs þorsks

Markmið verkefnisins var að rannsaka gæði þorsks sem hafði verið slægður einum degi eftir veiði, ísaður og pakkað í 12 mismunandi stór ker, 4×250 L, 4×460 L og 4×660 L. Fylgst var með tilraunafiskum efst og neðst í hverju keri. Kerin voru geymd í hitastýrðu umhverfi við 1 °C og gerðar mælingar eftir 6, 10, 13 og 15 daga frá pökkun. Til að meta gæði þorsksins var notast við vatnstap í kerum eftir geymslu, vinnslunýtingu og skynmat. Niðurstöður sýndu að vatnstap var mest í 660 L keri og minnst í 250 L keri. Enginn munur var á vinnslunýtingu. Í öllum tilfellum var minna los í botni kers miðað við toppinn, líklega vegna mismunandi stærðar fiska í toppi og botni. Enginn munur var á niðurstöðum úr mati með gæðastuðulsaðferð (QIM) milli kera en þeir skynmatsskalar sem til eru ná ekki til þeirra eiginleika sem greinilegur munur sást á. Mikill munur sást á fiskum í topplagi og fiskum í botnlagi í öllum tilvikum, en ísför og marin flök voru fyrirferðameiri á botnfiskum. Í framhaldi tilraunarinnar verður í áframhaldandi rannsóknum á gæðum ísaðs og ofurkælds fisks í mismunandi stórum kerum hannaður nýr skynmatsskali sem tekur á þessum þáttum, þ.e. förum eftir ís og marskemmdum í flökum.

The aim of this project was to examine the quality difference of Atlantic cod that had been iced and packed into 12 different sized food containers (tubs), 4×250 L, 4×460 L and 4×660 L. Each tub was split up into two groups, top-and bottom layer. Drip loss, processing yield, and sensory evaluation were used to evaluate the quality of the cod. The results showed that the greatest drip loss was in the 660 L tub, and the least in the 250 L tub. There was no difference in processing yield. Sensory evaluation showed no difference between tubs, except that the fillets from fish in the bottom layer of all containers had less gaping than fillets from the top layer of fish, most likely due to size differences of top-and bottom layer fish. No current sensory evaluation scales account for different amounts of ice marks and crushed fillets that was detected between fish in the top-and bottom layer of the tubs. The results of this project will be used in continuing research of iced and superchilled fish in different sized containers to develop a new sensory scale that will account for these qualities.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Drying and storing of harvested grain – A Review of Methods / Þurrkun og geymsla á korni

Útgefið:

01/04/2018

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Drying and storing of harvested grain – A Review of Methods / Þurrkun og geymsla á korni

Á norðurslóðum er korn að öllu jöfnu skorið það rakt að það skemmist fljótt ef það er ekki þurrkað eða votverkað í fóður. Þurrkun korns er kostnaðarsöm og því þarf að vanda val á tækjabúnaði og orkugjöfum. Mælt er með notkun jarðhita þar sem þess er kostur enda ætti jarðhiti að vera ódýrasti orkugjafinn. Blandaðar lausnir geta reynst vel, t.d. jarðhiti og dísilolía. Landbúnaðurinn þarf að stefna að aukinni sjálfbærni og þá eru jarðhiti og rafmagn góðir kostir. Sumir myglusveppir á akri eða í geymslum geta myndað mýkótoxín (sveppaeiturefni) við rök og hlý skilyrði. Mýkótoxín geta skaðað heilsu fólks og búfjár. Hætta á mýkótoxínmyndum er í lágmarki á köldum norðlægum slóðum. Samt sem áður er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum korns í geymslum og vakta mögulega myndun mýkótoxína. Þessi skýrsla gefur yfirlit um þurrkunaraðferðir, orkugjafa og öryggi korns og er grundvöllur ráðgjafar og athuguna á kornþurrkun.

In the Northern Periphery Region, grains are usually harvested at moisture contents too high for safe storage. Therefore the grain should be dried (or wet processed) as soon as possible. The drying process is expensive and the selection of equipment and fuel should be studied carefully. Where available, the use of geothermal water is recommended. In Iceland, geothermal energy has been found to be the cheapest energy source for grain drying. The use of mixed solutions, e.g. geothermal energy and diesel, is possible. Grain producers should aim at increased sustainability. Excellent solutions are geothermal energy and electricity. Mould in the field or in stores can produce mycotoxins under humid conditions and quite high temperature. Mycotoxins can harm the health of humans and animals. The existence of mycotoxins in grain grown under the cool conditions of northern regions is likely to be minimal but the situation should be studied and monitored. This report reviews grain drying methods, possible energy sources, safety aspects and is the basis for guidelines and case studies.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Branding Sea Urchin for the NPA (Northern Periphery and Arctic) Regions

Útgefið:

01/04/2018

Höfundar:

Holly T. Kristinsson, Guðmundur Stefánsson

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Sviðsstjóri þjónustu

gudmundur.stefansson@matis.is

Branding Sea Urchin for the NPA (Northern Periphery and Arctic) Regions

Skýrsla þessi er hluti af URCHIN verkefninu sem var styrkt af NPA sjóðnum. Í skýrslunni er hugmyndafræði vörumerkja (brands) lýst og kynntar hugmyndir til að vera með eitt sameiginlegt vörumerki fyrir ígulker frá NPA (Northern Periphery and Arctic) löndunum. Í skýrslunni eru tekin dæmi af góðri reynslu annarra af notkun vörumerkja á dýrar sjávarafurðir m.a. á ígulkerum. Notkun vörumerkis getur verið góð leið til að markaðsetja ígulker bæði á nærmörkuðum (t.d. innanlands) og á alþjóðlegum mörkuðum. Fyrirtæki sem kemur sér upp vörumerki sem öðlast hylli hjá kaupendum og neytendum getur skapað sér sérstöðu og eftirspurn eftir merktum afurðum. Til að vörumerki nái hylli þarf rannsóknir á væntanlegum viðskiptavinum til að skilja þeirra þarfir og hvers vegna þeir vilja ígulker og hvers þeir vænta af afurðunum og söluaðilanum t.d. hvað varðar þjónustu. Án vörumerkis, er erfitt að aðskilja vöruna og fyrirtækið frá samkeppnisaðilum og þeirra vörum. Í dag hafa kaupendur og dreifendur ígulkera ekki neina leið til að tengja aukin gæði við ígulker frá NPA svæðunum þar sem vörumerki vantar. Framleiðendur innan NPA svæðanna ættu að íhuga vörumerkjastefnu við markaðsetningu ígulkera; merki sem annað hvort væri byggt á ímynd fyrirtækisins eða vörunnar. Til þess að ná árangri í uppbyggingu vörumerkis þarf að huga að neytendarannsóknum, IP leyfum, markaðsmálum og arðsemi fjárfestingarinnar.

To supplement the NPA Report, Markets for Sea Urchins: A Review of Global Supply and Markets, this branding report sets out to explain the concept and elements of branding. Examples of successful branding of sea urchin and other high value seafood products are highlighted. Considerations and steps to building a brand are also discussed and can serve as a basis for brand strategy. Branding can be a way of promoting NPA sea urchin both locally and in international markets. It could be a solution to reducing the generic, anonymous sale and distribution of NPA sea urchins to Europe and other global markets. Establishing and maintaining a brand can create demand and differentiate a company and/ or its products from competitors. Currently, branding of sea urchin is untapped and thus, there is significant branding potential. A brand is the over-all customer experience. It is how consumers feel or perceive your company and what you should offer in terms of services or products. Understanding who the consumers are and who would buy sea urchin and why, will be key in building and launching a sea urchin brand. To establish a brand acknowledged and known by customers, there must be sufficient research and a clear understanding of the target audience. Without a brand, it is difficult to differentiate a product or company from a competitor. Today, distributors, food service companies, restaurants, and other customers do not have a significant way to attach added value to NPA sea urchin. A unified vision and branding platform are needed to add value to the sea urchin. A key starting point for the NPA partners will be to consider a corporate and/ or product branding strategy. Consumer research, a brand strategy, IP investigation, social and media marketing, and assessing return of investment (ROI) are fundamental to building a successful brand. With these building blocks and aspects in mind, the NPA can decide whether branding is a right fit and a sensible approach to creating increased value for the NPA regions, sea urchin fisheries, and small to medium enterprises (SMEs).

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tækifæri tengd fullvinnslu lífmassa og líftækni á Vestnorræna svæðinu

Útgefið:

06/02/2018

Höfundar:

Bryndís Björnsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Rósa Jónsdóttir, Gunnar Þórðarson, René Groben, Stephen Knobloch, Aviaja Lyberth Hauptmann, Janus Vang, Ingunn Gunnarsdóttir, Ragnar Jóhannsson, Lisbeth Due Schönemann-Paul, Sigrún Elsa Smáradóttir

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers and AG-fisk

Tækifæri tengd fullvinnslu lífmassa og líftækni á Vestnorræna svæðinu / Biorefining and Biotechnology Opportunities in the West Nordic Region

Vestnorræna svæðið býr yfir miklum tækifærum til bættrar nýtingar, sjálfbærni og aukins virði lífrænna auðlinda. Þessi skýrsla ber kennsl á helstu lífrænu auðlindir svæðisins sem henta til fullvinnslu (e. biorefining) og notkunar líftæknilegra tóla. Skýrslan greinir frá verðmætum innihaldsefnum helstu lífauðlinda svæðisins, ásamt þeim vinnsluaðferðum sem beitt er eða hægt er að beita á þær og telur upp ýmsar lokaafurðir sem hægt er að framleiða með frekari fullvinnslu. Í skýrslunni er yfirlit yfir þá starfsemi sem nú er í gangi og þær afurðir sem framleiddar eru á svæðinu með fullvinnslu og líftækni. Lífrænum auðlindum er skipt upp eftir því hvort þær teljast hliðarafurðir, upprunnar í vatni eða á landi, eða vannýttar auðlindir. Athygli er beint að sérstökum tækifærum og hindrunum tengdum Vestnorræna svæðinu.

The West Nordic region holds promising opportunities to improve utilisation, sustainability and value from its biological resources. The region’s major bioresources available for biorefining and biotechnological applications are the focus of this report. It identifies valuable ingredients in the different resources, processing technologies which are or may be applied, and possible end products obtained from further processing the raw material. An overview of the current operations and products which are being produced within the region is given. The report divides the available bioresources into biodegradable residues of aquatic or land origin and underutilised biomass. High-north specific opportunities and obstacles are highlighted.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Authenticate: Workshop proceedings

Útgefið:

18/01/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Patrick Berg Sørdahl, Miguel Angel Pardo, Geir Dahle, Jakob Hemmer Hansen

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers - Working Group for Fisheries (127-2014)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Authenticate: Workshop proceedings

Growing societal demand for food authenticity, safety and broader food security is creating both new opportunities and increased challenges for Nordic food suppliers, manufacturers and retailers. The mislabelling of food products came to great prominence during the 2013 “horse meat scandal” in Europe, when a range of supposedly beef products were found to contain horse meat. What makes this discovery surprising is that it took place despite the clear set of European Union (EU) regulations relating to food traceability and labelling, which require a complex system of checks to ensure that food remains authentic and traceable. Research have shown that the seafood sector is particularly vulnerable when it comes to fraud, partly due to the fact that seafood is the world’s most international traded food commodity and because seafood has extreme biological diversity and variable characteristics that can create or hamper competitive advantage in marketing of products. Among the issues relevant for this discussion are species substitution, false claims of origin, social responsibility, sustainability, food safety and fair trade. A handful of Nordic institutes and companies came together few years ago to initiate networking among stakeholders in the Nordic seafood industry, with the aim of discussing the challenges and opportunities related to food integrity for the sector. As results a series of workshops were organised in Iceland, Norway and Denmark; and the outcome of these workshops were then discussed at a final workshop held in Faroe Islands on Nov. 14th 2017. This report contains the proceedings from that workshop.

Heilindi í viðskiptum með matvæli hafa verið mikið til umræðu á undanförnum árum og hefur sjávarútvegurinn ekki farið varhluta af þeirri umræðu. Rannsóknir hafa sýnt að hlutfall svika er sérstaklega hátt í viðskiptum með sjávarfang. Fjöldi rannsókna hafa til að mynda farið fram þar sem tegundasvindl hefur verið skoðað í þaula og hafa margar þeirra rannsókna sýnt að algengt hlutfall slíkar svika sé um 30%. Aðrar tegundir svika eru t.d. falskar yfirlýsingar um sjálfbærni, heilnæmi, upprunaland o.s.frv. Nokkrar Norrænar stofnanir og fyrirtæki komu saman 2014 og ákváðu að reyna að skapa umræðugrundvöll um heilindi í viðskiptum með sjávarfang. Þeim fannst augljóst að tækifæri lægju í samstarfi Norrænna þjóða á þessu sviði. Í kjölfarið voru haldnir vinnufundir á Íslandi, Noregi og Danmörku. Niðurstöður þeirra funda voru svo ræddar á lokafundi sem fram fór í Færeyjum 14 nóv. 2017. Þessi skýrsla inniheldur umfjöllun og fundargögn frá þeim fundi.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2017 / Undesirable substances in seafood – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2017

Útgefið:

17/01/2018

Höfundar:

Sophie Jensen, Natasa Desnica, Erna Óladóttir, Branka Borojevic, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið / Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2017 / Undesirable substances in seafood – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2017

Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2017. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðneytisins, og sá Matís ohf. um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012. Undanfarin ár hefur skort fjármagn til að halda áfram vinnu við þetta vöktunarverkefni og því var gert hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013- 2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu voru ekki gerðar efnagreiningar á PAH, PBDE og PFC efnum í þetta sinn. Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis og nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem eftirlit og endurskoðun er stöðugt nauðsynlegt. Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2017 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni. Hámarksgildi ESB fyrir díoxín og díoxínlík PCB (DL-PCB) í matvælum og fóðri voru lækkuð 1. janúar 2012 (ESB reglugerð nr. 1259/2011) ásamt því að hámarksgildi voru í fyrsta sinn sett fyrir „ekki díoxínlík“ PCB (NDL-PCB). Nýju hámarksgildin eru notuð í þessari skýrslu til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2017 sýna að þrátt fyrir breytingu á hámarksgildum fyrir díoxín, DL-PCB og NDL-PCB eru öll sýni af sjávarafurðum til manneldis undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta fisks, miðað við ný hámarksgildi ESB. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB.

This report summarises the results obtained in 2017 for the screening of various undesirable substances in the edible part of marine catches. The surveillance program began in 2003 and was carried out for ten consecutive years before it was interrupted. The project was revived in March 2017 to fill in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. Due to financial restrictions the surveillance now only covers screening for undesirable substances in the edible portion of marine catches for human consumption not feed or feed components. The limited financial resources also required that the analysis of PAHs, PBDEs and PFCs were excluded in the surveillance, and therefore this report provides somewhat more limited data than previously. However, it is considered to be a long-term project where extension and revision is constantly necessary. The main aim of this project is to gather data and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances and to utilise the data to estimate the exposure of consumers to these substances from Icelandic seafood and risks related to public health. Generally, the results obtained in 2017 are in agreement with previous results on undesirable substances in the edible part of marine catches obtained in the monitoring years 2003 to 2012. The results show that the edible parts of Icelandic seafood products contain negligible amounts of persistent organic pollutants (POPs) such as; dioxins, dioxin like PCBs and pesticides. As of January 1st 2012 Commission Regulation No 1259/2011, regarding maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and non-dioxin-like PCBs in foodstuff came into force. This amendment to the existing regulation (No 1881/2006) resulted in changes in maximum levels for dioxins and dioxin-like PCBs for many food products due to changes in toxicological assessment of dioxins. Furthermore, maximum levels for non-dioxin-like PCBs have now been established in foodstuffs. In this report, we use these revised maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and nondioxin-like PCBs in foodstuffs to evaluate how Icelandic seafood products measure up to limits currently in effect. The results obtained year 2017 reveal that all samples of seafood for human consumption were below EC maximum levels for POPs and heavy metals. Furthermore, the concentration of ICES6-PCBs was found to be low in the edible part of fish muscle, compared to the maximum limits set by the EU (Commission Regulation 1259/2011). The results showed that the concentrations of heavy metals, e.g. cadmium (Cd), lead (Pb) and mercury (Hg) in Icelandic seafood products was always well below the maximum limits set by EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýsköpun smáframleiðendur – Nordbio

Útgefið:

20/12/2017

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Ólafur Reykdal, Guðjón Þorkelsson, Björn Viðar Aðalbjörnsson

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýsköpun smáframleiðendur – Nordbio

Markmið með verkefninu var að fylgja eftir og styðja frekar við smáframleiðendur í kjölfar nýsköpunarverkefna sem unnin voru undir NordBio, formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014-2016. Meginmarkmið nýsköpunarverkefnanna í þágu smáframleiðenda var að hafa bein efnahagsleg áhrif í gegnum nýsköpun og verðmætasköpun í norræna lífhagkerfinu og styrkja þannig svæðisbundinn hagvöxt. Unnið var við 17 nýsköpunarverkefni. Reynslan af verkefnunum er að þekking og þjálfun er nauðsynleg til að hugmyndir raungerist og til að gera framleiðendum kleyft að fullnægja öllum kröfum um matvælaöryggi. Nordbio nýsköpunarverkefnin hafa sýnt að notkun „nýsköpunarinneignar” getur verið áhrifarík leið til að hvetja til nýsköpunar, yfirfærslu þekkingar og tækni til að auka virði lífauðlinda. Sýnt þykir full þörf sé á að bjóða styrkveitingu af þessu tagi fyrir smáframleiðendur og frumkvöðla til að hvata nýsköpun og leysa krafta hugmyndaflugs úr læðingi. Mikill akkur yrði af því að koma á fót sjóði sem stuðlað geti að nýsköpun í anda Nordbio verkefnanna.

The aim of the project was to follow up on and support further small-scale producers that participated in innovation projects as a part of the Nordbio programme, the Icelandic chairmanship programme in the Nordic council of ministers 2014-2016. The overall objective of the innovation projects was to have direct economic impact through innovation and value creation in the Nordic bioeconomy and thereby strengthen regional and economic growth. 17 innovation projects where carried brought forward. The projects have displayed that knowledge and training is essential for ideas to be realized and to enable manufacturers to meet all food safety requirements. The Nordbio innovation projects have manifested that using „innovative voucher“ can be an effective way of encouraging innovation, knowledge transfer and technology to increase the value of biofuels. There is apparently need to offer small producers and entrepreneurs funding of this kind. Establishment of fund under the same format as Nordbio functioned with innovation vouchers can enable increased value creation trhough innovation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Verðmætamyndandi tækni – Þurrkun uppsjávarfisks / Value adding technique – Drying of pelagic fish

Útgefið:

13/12/2017

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Cyprian Ogombe Odoli, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Verðmætamyndandi tækni – Þurrkun uppsjávarfisks / Value adding technique – Drying of pelagic fish

Markmið verkefnisins var að bæta vinnsluferli og gæði og öryggi þurrkaðrar sardínu sem framleidd er í Kenía. Eins að skoða nýjar afurðir eins og þurrkaða loðnu frá Íslandi til mögulegs útflutnings til Kenía. Niðurstöður sýndu að hægt væri að tryggja gæði þurrkaðra afurða eins og loðnu hér á Íslandi. Við inniþurrkun er hægt að stýra aðstæðum, eins og hitastigi og hindra þannig afmyndun próteina og þránun fitu. Niðurstöður sýndu einnig að sardína sem var útiþurrkuð í Kenía við hærra hitastig samanborið við inniþurrkun, hafði lakari gæði, þar sem afmyndun próteina átti sér stað ásamt þránun. Hins vegar sýndu markaðskannanir í Kenía að ákveðinn hópur neytenda líkaði vel við inniþurrkaða loðnu frá Íslandi og voru tilbúnir til að kaupa vöruna.

The objective of the project was to improve the process and quality and safety of dried sardines produced in Kenya. As well as introduce new products from Iceland like dried capelins a possible export to Kenya. Results showed that it was possible to control the quality of dried products like capelin in Iceland. By indoor drying, the conditions can be controlled, like temperature and providing denaturation of proteins and oxidation of fat. Results showed also that sardines dried in open air in Kenya with higher temperature compared with indoor drying, had lower quality, were denaturation of proteins and oxidation of fat occurred. Market research indicated that certain social groups of consumers in Kenya liked indoor drying capelin from Iceland, and were willing to by such product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Styrene migration from expanded polystyrene boxes into fresh cod and redfish at chilled and superchilled temperatures

Útgefið:

01/12/2017

Höfundar:

Erwan Queguiner, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

RPC Tempra

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Styrene migration from expanded polystyrene boxes into fresh cod and redfish at chilled and superchilled temperatures

Markmið tilraunarinnar var að rannsaka mögulegt flæði stýrens úr frauðplastkössum í fersk þorsk- og karfaflök, sem geymd eru við dæmigert hitastig í sjóflutningi á ferskum flökum frá Íslandi til Evrópu eða Ameríku. Amerískir kaupendur óska eftir því að fiskflökum sé pakkað í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa vegna mögulegrar stýrenmengunar úr frauði í fisk. Því var í þessu verkefni mælt stýren í fiski, sem geymdur hafði verið án plastpoka í frauðkössum, og magn stýrens borið saman við viðmið bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA). Í heildina voru 12 frauðkassar, sem innihéldu þorsk- eða karfaflök, geymdir í 4, 7 eða 13 daga við annaðhvort -1 °C eða 2 °C, sem samsvarar annars vegar ákjósanlegasta og hins vegar hæsta líklega hitastigi í sjóflutningi með fersk flök. Eitt 10-50 g sýni var tekið úr neðsta hluta neðsta fiskflaks í hverjum kassa og hafði þar með verið í beinni snertingu við frauðplast og því komið fyrir í glerflösku. Því næst voru sýnin 12 send til greiningar hjá Eurofins, alþjóðlegri rannsóknastofu í Þýskalandi. Niðurstöðurnar sýna að magn stýrens, sem og annarra óæskilegra efna líkt og bensens og tólúens, var undir 0,01 mg/kg fisks í öllum tólf fisksýnunum. Viðmið (hámark) FDA er 90 mg af stýreni í hverju kg af fiski á einstakling á dag, sem jafngildir skv. niðurstöðum þessarar tilraunar er að neytandi þarf að neyta daglega 9000 kg af fiski til að nálgast viðmið FDA sem er mjög óraunhæft magn. Meginniðurstaða þessarar tilraunar er því að ekki er nauðsynlegt að pakka ferskum fiskflökum í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa, sem geyma og flytja á við kældar og ofurkældar aðstæður.

The aim of the study was to investigate possible styrene migration from expanded polystyrene into fresh cod and redfish, two important export fish species in Iceland, while stored under conditions mimicking transport by ship from Iceland to America and Europe. American buyers wish to have a plastic bag between EPS boxes and fish during transport as a safety measure due to possible styrene migration. Thus, this project was conducted to investigate if adding a plastic bag is necessary with regards to safety limits for styrene migration from packaging to food set by the FDA (US Food and Drug Administration). A total of twelve samples of cod and redfish were stored in EPS boxes manufactured by Tempra ltd. for 4, 7 and 13 days at two temperatures (-1 °C, 2 °C) which represent optimal and expected maximum storage temperatures during sea transport of fresh fish. A sample of 10-50 grams of fish, which had been in direct contact with the packaging, was taken from the bottom of each box, as it is considered the most hazardous place regarding styrene migration, and put in a glass bottle before analysis. Finally, the twelve samples of fish were sent to Eurofins, an international laboratory in Germany, for analysis. The results show that styrene content, and other solvent residues like benzene or toluene, were below 0.01 mg/kg in all twelve samples of fish. The FDA’s daily intake limit of styrene is 90 mg/kg per person per day, which means that in this study an unrealistic intake of at least 9000 kg of fish would be necessary to exceed this FDA´s limit. The main conclusion from this study is therefore that a plastic bag is not needed to safely pack cod and redfish fillets into EPS boxes to be stored under chilled and superchilled temperatures.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Greining lífhagkerfis Snæfellsness – Áhrif nýsköpunar og uppgötvana / Bioeconomy Assessment – The Impact of Innovation and Discoveries

Útgefið:

21/11/2017

Höfundar:

Birgir Örn Smárason, Íris Mýrdal Kristinsdóttir, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Arnljótur B. Bergsson

Styrkt af:

Snæfellsnesbær, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Greining lífhagkerfis Snæfellsness – Áhrif nýsköpunar og uppgötvana / Bioeconomy Assessment – The Impact of Innovation and Discoveries

Markmið verkefnisins er að styrkja þekkingargrundvöll vistvænnar þróunar og stuðla þar með að bættri nýtingu hráefna úr lífríkinu á og við Snæfellsnes með aukna sjálfbæra verðmætasköpun, einkum m.t.t. næringarefna og þarfar til fóðrunar fiska, að leiðarljósi. Verkefnið var unnið með stuðningi sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Grundafjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar. Verkefnið var greint í fjóra verkþætti. Niðurstöður rannsóknarinnar benda meðal annars til þess að mikilvægustu forsendur fyrir nýtingu frumkvöðla á náttúrauðlindum komi til af þekkingu á umhverfinu, áhrifum af staðsetningu þeirra, þekkingu á ákveðnum svæðum og möguleikum þess, auk kunnáttu viðkomandi frumkvöðuls. Hvatinn er afleiðing utanaðkomandi þátta eins og verðmætasköpunar, vöruþróunar, ástríðu fyrir hreinni framleiðslu og minni sóun, ásamt áhuga á sjálfbærri, lífrænni framleiðslu. Reglugerðir reynast bæði vera hvati og hindrun fyrir frumkvöðla þar sem þær vel útfærðu og ströngu virka vel en aðrar sem ekki eru jafn vel ígrundaðar standa í vegi fyrir sjálfbærum aðgerðum. Sjóðir og styrkir spila ekki stór hlutverk í nýtingu tækifæra, hins vegar treysta frumkvöðlarnir á eigið fjármagn, þeir þróa vörur sínar hægt og nýta úrræði frá fyrri framleiðslu og þróun.

The aim of the project is to strengthen the knowledge base of ecological development and thereby support the improved utilization of raw materials in and around Snæfellsnes with increased sustainable value creation, especially regarding nutrients and feeding farmed fish as a guiding principle. The project was carried out with the support of the municipalities in Snæfellsnes, Snæfellsbær, Grundafjörður and Stykkishólmsbær. The project was described and separated into four work packages. The results of this research indicate, among other things, that the most important prerequisites for the use of natural resources by entrepreneurs are the knowledge of the environment, the effects of their location, the knowledge on specific areas and their possibilities, as well as the skills of the relevant entrepreneur. The motivation is the result of external factors such as value creation, product development, passion for cleaner production and less waste, along with an interest in sustainable organic production. Regulations are both incentives and obstacles to entrepreneurs, where the well-executed and strict regulations work well but others that are less well-founded stand in the way of sustainable operations. Funds and grants do not play a major role in the utilization of opportunities, on the other hand, the entrepreneurs trust on their own financial resources, they slowly develop their products and make use of resources from previous production and development.

Skoða skýrslu
IS